Gengið hefur verið frá samningi lögreglunnar, Neyðarlínunnar og Garðabæjar um öryggismyndavélakerfi í bænum. Í honum er tekið á verklagi við kaup, uppsetningu og rekstur á kerfinu.
Bærinn mun kaupa allt að tíu eftirlitsmyndavélar. „Öryggismyndavélakerfið er eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila," segir í samkomulaginu.
„Lögreglan annast vöktun á myndefninu og tekur ákvörðun um aðgang annarra neyðaraðila að myndefni í rauntíma. Lögreglan ákveður staðsetningu myndavélanna.“
Neyðarlína á að aðstoða bæinn við uppsetningu og viðhald myndavélanna.
Samið um eftirlitsvélar
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
