Að stóru leiti er Q8 sami jeppinn og Q7 en hann er þó með coupe-lagi og hlaðnari tæknibúnaði sem mestmegnis er fenginn úr nýja A8 bílnum. Að auki mun Q8 fá öflugri vélakosti en Q7 og gæti að mestu leiti verið um sömu vélar að ræða og í A8.
Audi ætlar ekki að láta staðar numið hvað afl og tæknibúnað varðar með Q8 því RS Q8 mun fylgja honum eftir innan tíðar. Þar mun sportbíladeild Audi vafalaust ekki sýna mikla hófsemi hvað vélbúnað bílsins varðar.
