Krúttleg enska á kostnað lesskilnings Bjartey Sigurðardóttir skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem talmeinafræðingur verð ég vör við að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál er að verða sífellt enskuskotnari. Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en íslensku. Við greiningu á málþroskavanda barna hitti ég stundum foreldra sem segja með nokkru stolti að orðaforði barnsins sé talsvert betri á ensku en íslensku og er ég þar að tala um foreldra sem eiga íslensku sem móðurmál. Leikskólakennarar tjá mér að það sé æ sjaldgæfara að inn í leikskólann komi tveggja ára börn með góðan orðaforða og aldurssvarandi tök á setningamyndun. Þeir geta einnig sagt sögur af börnum sem þrátta um það við kennarana sína hvaða nöfn ýmis fyrirbæri beri, að þessi litur heiti black en ekki svartur og að dýrið heiti hippo en ekki flóðhestur. En er þetta ekki bara í góðu lagi? Er ekki jákvætt að börnin nái snemma tökum á ensku og verði ,„tvítyngd“? Ef þetta væri ekki á kostnað móðurmálsins, þá væri svarið já. Það sem við sjáum hins vegar er að íslenskum orðaforða barnanna fer mikið aftur. Það er raunveruleg hætta á því að við séum að ala upp kynslóð barna sem talar tvö tungumál þar sem hvorugt málið er vel þróað. Varðandi börn sem eiga annað móðurmál en íslensku er staðan jafnvel enn verri þar sem ensk áhrif trufla máltöku þeirra á íslensku. Íslenska skólakerfið er ekki búið að hafna íslenskunni, kennslan fer fram á íslensku og megnið af því lesefni sem nemendum er ætlað að lesa er á íslensku. Meðan svo er þurfa nemendur að vera með góðan aldurssvarandi íslenskan orðaforða.Talið við börnin og lesið fyrir þau Bandarísk rannsókn (Hart og Risley, 1995) sýndi gífurlegan mun á orðaforða barna við þriggja ára aldur eftir því hversu mikið var talað við barnið og hvernig mál var haft fyrir barninu. Þessi mikli munur á orðaforða hafði forspárgildi um tungumálafærni barnanna við níu ára aldur. Í nýlegri doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur (2015) kom fram að sterk fylgni er milli orðaforða og lesskilnings nemenda í 4.-8. bekk. Það felur í sér að því öflugri sem orðaforði barnsins er við níu ára aldur því betri er lesskilningur þess. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þessi fylgni helst þar til barnið kemst á unglingsaldur. Barn með slakan orðaforða á íslensku á því mjög líklega eftir að lenda í miklum lesskilningsvanda, því góður orðaforði og málskilningur er undirstaða lesskilnings. Ef svo heldur áfram sem horfir gætum við átt von á enn frekara falli lesskilnings íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum með tilheyrandi námserfiðleikum og brottfalli úr skóla. En hvað er þá til ráða? Þessari spurningu mætti svara með langri grein, en einfalda svarið er hins vegar: Ein árangursríkasta leiðin til að efla orðaforða barna, og þar með málskilning, er aukinn bóklestur. Talið við börnin ykkar og lesið fyrir þau daglega á íslensku. Forðist rafrænt afþreyingarefni þar sem allt fer fram á ensku en veljið í staðinn íslenskt efni. Foreldrar, ykkar er valið. Hvort viljið þið heldur að barnið ykkar tali „krúttlega“ ensku á yngri árum eða nái góðum tökum á móðurmálinu og verði í kjölfarið með góðan lesskilning og þar með góðar forsendur til frekara náms?Höfundur er talmeinafræðingur
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun