Ekki loka Krýsuvík Steinunn Baldursdóttir skrifar 4. september 2018 15:21 Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun