Alþingi – Flokkslínur í atkvæðagreiðslum – Gamaldags pólitík Birgir Þórarinsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun