Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 08:53 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Eyþór Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands en þann 26. apríl 2017 tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings á öllu hlutafé Olís og DGV. Í tilkynningu Haga kemur fram að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun heldur sé liður í málsmeðferð eftirlitsins á samrunanum. Í skjalinu er frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins lýst og er hún sú að samruninn raski samkeppni. Hann verði því ekki samþykktur af eftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur því samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar á þeim þáttum sem talið er að raski samkeppni og koma fram í frummati eftirlitsins. Tilkynningu Haga til Kauphallar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Þann 26. apríl sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluthafafundur samþykkti aukningu hlutafjár á aðalfundi félagsins þann 7. júní sl. og var fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt þann 13. júlí sl.Högum hefur nú borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu, sem liður í málsmeðferð þess á samrunanum. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Andmælaskjalið er ritað í þeim tilgangi að auðvelda samrunaaðilum að nýta andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Í skjalinu er frumniðurstöðu eftirlitsins lýst en hún er sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska samkeppni og koma fram í frummati Samkeppniseftirlitsins.Allar ályktanir í andmælaskjalinu byggja eins og áður segir á frummati Samkeppniseftirlitsins og geta tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir. Tengdar fréttir Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands en þann 26. apríl 2017 tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings á öllu hlutafé Olís og DGV. Í tilkynningu Haga kemur fram að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun heldur sé liður í málsmeðferð eftirlitsins á samrunanum. Í skjalinu er frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins lýst og er hún sú að samruninn raski samkeppni. Hann verði því ekki samþykktur af eftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur því samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar á þeim þáttum sem talið er að raski samkeppni og koma fram í frummati eftirlitsins. Tilkynningu Haga til Kauphallar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Þann 26. apríl sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluthafafundur samþykkti aukningu hlutafjár á aðalfundi félagsins þann 7. júní sl. og var fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt þann 13. júlí sl.Högum hefur nú borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu, sem liður í málsmeðferð þess á samrunanum. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Andmælaskjalið er ritað í þeim tilgangi að auðvelda samrunaaðilum að nýta andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Í skjalinu er frumniðurstöðu eftirlitsins lýst en hún er sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska samkeppni og koma fram í frummati Samkeppniseftirlitsins.Allar ályktanir í andmælaskjalinu byggja eins og áður segir á frummati Samkeppniseftirlitsins og geta tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir.
Tengdar fréttir Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30
Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00
Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37