Viðskipti innlent

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
IFS mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Högum.
IFS mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Högum. Vísir/Anton Brink

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

IFS telur þó að virði hlutabréfa Haga sé um 44 krónur á hlut ef tekið er tillit til kaupa félagsins á olíufélaginu Olís, en þau bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins.

Áætla greinendurnir að virði bréfanna, að teknu tilliti til kaupanna, geti orðið 48 krónur á hlut í lok þessa árs. Er það hátt í 25 prósentum hærra en núverandi gengi bréfanna. Geta ber þess að IFS hefur ekki metið sérstaklega samlegðaráhrif kaupanna.

Í verðmatinu er þó tekið fram að samlegð félaganna geti orðið mikil og möguleikar til tekjuaukningar séu margvíslegir. Sérfræðingarnir taka sem dæmi að virði sé fólgið í lóðum Olís og þá séu staðsetningar þeirra vannýttar. Hægt væri að selja þær eða nýta á aðra vegu til þess að auka virði kaupanna enn frekar. „Við teljum einnig mun meiri samlegð í Olís en Lyfju þar sem dreifikerfi og vöruhús yrðu samnýtt og innkaup sameinuð,“ segir í verðmatinu.

Að mati greinenda IFS er nokkur óvissa um hvort Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Er bent á að Hagar og Olís séu stærstu félögin í sínum geira, ólíkt til dæmis 365 og Fjarskiptum sem fengu leyfi eftirlitsins til þess að sameinast á síðasta ári. Ekki sé þó ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki umrædd kaup. Til lengri tíma sé það jafnframt mögulega þjóðhagslega hagkvæmt.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.