Viðskipti innlent

Hagar kaupa Olís

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Hagar undirrituðu í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV. Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf.

DGV ehf. er fasteignafélag sem á um 3.000 m2  fasteign auk lóðaréttinda sem ekki tengjast rekstri Olís. Heildarvelta Olíuverzlunar Íslands var um 31 milljarður árið 2016.

Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því tæpir 9,2 milljarðar króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir þó að endanlegt kaupverð getu þó tekið breytingum vegna afkomu Olís á árinu 2017.

Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum undir lok þessa árs.

Finnur Árnason segir samninginn skapa fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.