Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Olís starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís. vísir/gva Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira