Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Olís starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís. vísir/gva Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira