Gerræði í þjóðgörðum Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Þjóðgarðar eru svæði þar sem lífríki og landslag eru með þeim hætti að vert þykir að varðveita þau sérstaklega en leyfa um leið almenningi að njóta þeirra. Það gefur því augaleið að þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samtvinnuð, þar sem mörg okkar dýrustu náttúrudjásn eru innan þjóðgarðanna, og vægi íslensku þjóðgarðanna hefur að sjálfsögðu vaxið í samræmi við aukið umfang ferðaþjónustu á landinu. Hagsmunir skipulagðrar ferðaþjónustu og þjóðgarðanna eiga vel að geta farið saman en forsenda þess er auðvitað að samvinna og reglulegt samtal eigi sér stað. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi fyrirætlana um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á næstu misserum eða árum. Langmest atvinnustarfsemi fer fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði. Stjórn Þingvallaþjóðgarðs er skipuð þingmönnum og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð fulltrúum af svæðunum í kringum þjóðgarðinn, en þar fær ferðaþjónustan náðarsamlegast að hafa einn áheyrnarfulltrúa. Sá fulltrúi er hins vegar skipaður af ferðamálasamtökum á svæði þjóðgarðsins og hefur engin tengsl við Samtök ferðaþjónustunnar. Því miður, en kannski eðlilega miðað við samsetningu stjórnanna, hafa þær ekki skilgreint þjóðgarðana sem órjúfanlegan hluta af íslenskri ferðaþjónustu og virðast ekki skilja til fullnustu mikilvægi samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki. Þær kjósa fremur að spila einleik á sínum eigin forsendum og hafa að undanförnu komið með hvert illa rökstudda útspilið á fætur öðru, þar sem steinar eru lagðar í götu greinarinnar og henni íþyngt verulega.Verðbreytingar í ferðaþjónustu þurfa langan aðlögunartíma Þess ber að geta hér að ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að minnsta kosti 18 mánaða fyrirvara á verðbreytingum á þjónustu, sköttum og gjöldum til þess að geta velt þeim út í verðlagið á sinni þjónustu. Breytingar sem gerðar eru með skemmri fyrirvara lenda í flestum tilfellum sem aukinn rekstarkostnaður á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum og eru því verulega íþyngjandi fyrir þau. Á þessu hafa Samtök ferðaþjónustunnar klifað árum saman, en því miður kjósa stjórnir þjóðgarðanna að láta þessa einföldu staðreynd sem vind um eyru þjóta. Sem dæmi má nefna að fyrir skömmu voru bílastæðagjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum hækkuð fyrirvaralaust um allt að 50% án nokkurs samráðs við ferðaþjónustufyrirtæki. Gjaldtaka fyrir köfun í Silfru var sett á fyrirvaralaust árið 2012 og nú hefur verið boðuð hækkun á því gjaldi sem taka á gildi þann 1. september. Gjaldið hefur þá hækkað um 100%, úr 750 krónum í 1.500 krónur á hvern ferðamann. Steininn tók þó úr um miðjan júlí, þegar Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnti hækkun á svokölluðu svæðisgjaldi (hét áður þjónustugjald) í Skaftafelli fyrirvaralaust. Þar var gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabílum meðal annars hækkað um tæplega 80%. Nýverið tók til starfa hópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem hefur það hlutverk að gera úttekt á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu og koma með tillögur um framtíðarskipan mála. Í því ljósi eru fyrirvaralausar og íþyngjandi gjaldahækkanir upp á hundruð milljóna í besta falli óskiljanlegar og verða að teljast óþolandi stjórnsýsla og virðingarleysi við þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Stjórnsýslan sýni ábyrgð gagnvart ferðaþjónustunni Ferðaþjónusta á Íslandi er nú að ganga í gegnum umbrotatíma, sem gerir miklar kröfur bæði til hins opinbera og atvinnulífsins. Sameiginlegt markmið hlýtur þó að vera það að hér verði byggð upp sjálfbær gæðaferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðarás í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir komi fram með þessum hætti og án alls tillits til gangverks og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu. Samvinna og samstarf er lykillinn og ekki bara í orði heldur á borði. Því hlýtur það að teljast eðlilegt að stærsti einstaki viðskiptavinur þjóðgarðanna, ferðaþjónustan, eigi fulltrúa í stjórnum garðanna og taki þátt í að móta starfsemi þeirra og marka atvinnustefnu innan þeirra. Aðeins þannig getum við tryggt nauðsynlegt upplýsingaflæði, gagnkvæman skilning og sátt og komið í veg fyrir þennan stöðuga núning og pirring, sem stelur orku frá því sem raunverulega skiptir máli.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þjóðgarðar eru svæði þar sem lífríki og landslag eru með þeim hætti að vert þykir að varðveita þau sérstaklega en leyfa um leið almenningi að njóta þeirra. Það gefur því augaleið að þjóðgarðar og ferðaþjónusta eru samtvinnuð, þar sem mörg okkar dýrustu náttúrudjásn eru innan þjóðgarðanna, og vægi íslensku þjóðgarðanna hefur að sjálfsögðu vaxið í samræmi við aukið umfang ferðaþjónustu á landinu. Hagsmunir skipulagðrar ferðaþjónustu og þjóðgarðanna eiga vel að geta farið saman en forsenda þess er auðvitað að samvinna og reglulegt samtal eigi sér stað. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi fyrirætlana um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á næstu misserum eða árum. Langmest atvinnustarfsemi fer fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði. Stjórn Þingvallaþjóðgarðs er skipuð þingmönnum og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð fulltrúum af svæðunum í kringum þjóðgarðinn, en þar fær ferðaþjónustan náðarsamlegast að hafa einn áheyrnarfulltrúa. Sá fulltrúi er hins vegar skipaður af ferðamálasamtökum á svæði þjóðgarðsins og hefur engin tengsl við Samtök ferðaþjónustunnar. Því miður, en kannski eðlilega miðað við samsetningu stjórnanna, hafa þær ekki skilgreint þjóðgarðana sem órjúfanlegan hluta af íslenskri ferðaþjónustu og virðast ekki skilja til fullnustu mikilvægi samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki. Þær kjósa fremur að spila einleik á sínum eigin forsendum og hafa að undanförnu komið með hvert illa rökstudda útspilið á fætur öðru, þar sem steinar eru lagðar í götu greinarinnar og henni íþyngt verulega.Verðbreytingar í ferðaþjónustu þurfa langan aðlögunartíma Þess ber að geta hér að ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að minnsta kosti 18 mánaða fyrirvara á verðbreytingum á þjónustu, sköttum og gjöldum til þess að geta velt þeim út í verðlagið á sinni þjónustu. Breytingar sem gerðar eru með skemmri fyrirvara lenda í flestum tilfellum sem aukinn rekstarkostnaður á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum og eru því verulega íþyngjandi fyrir þau. Á þessu hafa Samtök ferðaþjónustunnar klifað árum saman, en því miður kjósa stjórnir þjóðgarðanna að láta þessa einföldu staðreynd sem vind um eyru þjóta. Sem dæmi má nefna að fyrir skömmu voru bílastæðagjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum hækkuð fyrirvaralaust um allt að 50% án nokkurs samráðs við ferðaþjónustufyrirtæki. Gjaldtaka fyrir köfun í Silfru var sett á fyrirvaralaust árið 2012 og nú hefur verið boðuð hækkun á því gjaldi sem taka á gildi þann 1. september. Gjaldið hefur þá hækkað um 100%, úr 750 krónum í 1.500 krónur á hvern ferðamann. Steininn tók þó úr um miðjan júlí, þegar Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnti hækkun á svokölluðu svæðisgjaldi (hét áður þjónustugjald) í Skaftafelli fyrirvaralaust. Þar var gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabílum meðal annars hækkað um tæplega 80%. Nýverið tók til starfa hópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem hefur það hlutverk að gera úttekt á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu og koma með tillögur um framtíðarskipan mála. Í því ljósi eru fyrirvaralausar og íþyngjandi gjaldahækkanir upp á hundruð milljóna í besta falli óskiljanlegar og verða að teljast óþolandi stjórnsýsla og virðingarleysi við þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Stjórnsýslan sýni ábyrgð gagnvart ferðaþjónustunni Ferðaþjónusta á Íslandi er nú að ganga í gegnum umbrotatíma, sem gerir miklar kröfur bæði til hins opinbera og atvinnulífsins. Sameiginlegt markmið hlýtur þó að vera það að hér verði byggð upp sjálfbær gæðaferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðarás í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir komi fram með þessum hætti og án alls tillits til gangverks og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu. Samvinna og samstarf er lykillinn og ekki bara í orði heldur á borði. Því hlýtur það að teljast eðlilegt að stærsti einstaki viðskiptavinur þjóðgarðanna, ferðaþjónustan, eigi fulltrúa í stjórnum garðanna og taki þátt í að móta starfsemi þeirra og marka atvinnustefnu innan þeirra. Aðeins þannig getum við tryggt nauðsynlegt upplýsingaflæði, gagnkvæman skilning og sátt og komið í veg fyrir þennan stöðuga núning og pirring, sem stelur orku frá því sem raunverulega skiptir máli.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun