Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun