Frelsi til heimsku Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. október 2018 10:00 Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum?
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar