Sterk staða – betri borg Áslaug Friðriksdóttir skrifar 26. janúar 2018 07:00 Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti hefur gert. Grunnþarfir borgarbúa og almenn þjónusta hefur mætt afgangi. Ég vil tryggja að íbúar fái mannsæmandi þjónustu á öllum aldursskeiðum, að virðing sé borin fyrir þörfum og vilja fólks. Fara þarf vel með fjármuni og sinna viðhaldi sameiginlegra eigna okkar. Málið er einfalt – borgin þarf að virka. Á morgun ganga Sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga um þá manneskju sem leiða á lista flokksins í vor. Til þess að geta tekið virkan þátt í þeim breytingum verður Sjálfstæðisflokkurinn að ná til breiðs hóps kjósenda. Það mun flokknum takast með því að taka verkefnum fagnandi og fjalla um þau á jákvæðan hátt í stað þess að gerast úrtöluflokkur og ýta verkefnum út af borðinu án skoðunar og nauðsynlegrar umræðu. Flokkurinn á að ígrunda breytingar með opnum huga, leiða umbætur og hafa vilja til að nýta sér allar þær hugmyndir sem skilað geta borgarbúum betri lífsgæðum. Og nóg er til af þeim. Mýmörg dæmi eru um hvernig aðrar borgir hafa náð betri árangri á mörgum sviðum, bæði í gæðum þjónustunnar og betri rekstri.Rödd sem höfðar til fleiri Verkefnin eru spennandi og áskoranirnar stórar. Eitt af stóru verkefnunum verður að innleiða breytingar á þjónustu þannig að hún sé veitt á forsendum notenda en ekki á forsendum þeirra sem veita hana. Valfrelsi fólks verður að vera til staðar, annars þróast þjónustan ekki eftir þörfum þeirra. Til þess að geta leitt þessar mikilvægu breytingar verður Sjálfstæðisflokkurinn að komast í þá stöðu að mynda meirihluta. Hann þarf að hafa rödd sem höfðar til breiðs hóps og betur til kvenna og yngri kjósenda. Skynsemi og víðsýni fer flokknum betur en úrtölur. Fyrir þessu vil ég standa og býð mig fram til að ganga í verkefnið.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti hefur gert. Grunnþarfir borgarbúa og almenn þjónusta hefur mætt afgangi. Ég vil tryggja að íbúar fái mannsæmandi þjónustu á öllum aldursskeiðum, að virðing sé borin fyrir þörfum og vilja fólks. Fara þarf vel með fjármuni og sinna viðhaldi sameiginlegra eigna okkar. Málið er einfalt – borgin þarf að virka. Á morgun ganga Sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga um þá manneskju sem leiða á lista flokksins í vor. Til þess að geta tekið virkan þátt í þeim breytingum verður Sjálfstæðisflokkurinn að ná til breiðs hóps kjósenda. Það mun flokknum takast með því að taka verkefnum fagnandi og fjalla um þau á jákvæðan hátt í stað þess að gerast úrtöluflokkur og ýta verkefnum út af borðinu án skoðunar og nauðsynlegrar umræðu. Flokkurinn á að ígrunda breytingar með opnum huga, leiða umbætur og hafa vilja til að nýta sér allar þær hugmyndir sem skilað geta borgarbúum betri lífsgæðum. Og nóg er til af þeim. Mýmörg dæmi eru um hvernig aðrar borgir hafa náð betri árangri á mörgum sviðum, bæði í gæðum þjónustunnar og betri rekstri.Rödd sem höfðar til fleiri Verkefnin eru spennandi og áskoranirnar stórar. Eitt af stóru verkefnunum verður að innleiða breytingar á þjónustu þannig að hún sé veitt á forsendum notenda en ekki á forsendum þeirra sem veita hana. Valfrelsi fólks verður að vera til staðar, annars þróast þjónustan ekki eftir þörfum þeirra. Til þess að geta leitt þessar mikilvægu breytingar verður Sjálfstæðisflokkurinn að komast í þá stöðu að mynda meirihluta. Hann þarf að hafa rödd sem höfðar til breiðs hóps og betur til kvenna og yngri kjósenda. Skynsemi og víðsýni fer flokknum betur en úrtölur. Fyrir þessu vil ég standa og býð mig fram til að ganga í verkefnið.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar