Finnur Ingi í Aftureldingu: Bræðurnir sameinaðir á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 14:53 Finnur Ingi Stefánsson. Fréttablaðið/ernir Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira