Tíu ára langaði Fríðu að deyja vegna eineltis Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 10:00 Hólmfríður starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir var alin upp í Mosfellsbær. Þar gekk hún í skóla en minningarnar eru þó síður en svo góðar. Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, var lögð í einelti frá fyrsta og upp í níunda bekk. Þrjár stelpur tóku hana fyrir á hverjum einasta degi. „Þetta byrjaði fyrst með þessu týpíska. Að skilja útundan og uppnefna. Bara krakkar að vera vondir í rauninni. Þegar þær urðu eldri fór þetta að verða þróaðra, skildu útundan, stóðu upp frá borðinu þegar ég settist þar og meira lúmskara eins og stelpur geta verið,“ segir Hólmfríður en fjallar var um mál hennar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu einnig svívirðingar. „Að ég væri ógeðsleg, ljót, svín og allskonar uppnefni,“ segir hún en skást var að vera inn í kennslustofunni að læra og verst var að vera í frímínútum þar sem líkamlegt ofbeldi átti sér stað.Þorðu ekki að vera úti í kuldanum „Ég var eitthvað hangandi í leiktækjunum og þær komu og girtu niður um mig. Þær voru með ákveðna taktík og lætu kannski manneskju fara út í kuldann og sýndi hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið og tóku hana svo aftur inn í hópinn. Í raun til að sýna hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið. Þetta var í grunnskóla og því greinilega klárar stelpur.“Gömul bekkjamynd af Hólmfríði.Fríða segir að flestar hafi verið tilbúnar að vera ekki úti í kuldanum og voru því tilbúnar að taka þátt til að verða ekki undir. Þegar hún var aðeins tíu ára vildi hún ekki lifa lengur, átti enga vini og vildi bara vera heima. „Maður náði að fá útrás með því að lemja hendinni í eitthvað mjög oft. Ég var einhvertímann mjög bólginn á hendinni. Ég var með náttborð sem var með svona hún og ég kýldi hendinni það oft í að ég varð alveg grænbólgin. Það minnkaði aðeins löngunina en svo kom hún bara aftur. Ég skar mig nokkrum sinnum til þess að reyna minnka andlega sársaukann. Svo fór ég úti í það að ég fékk mér tattoo í staðinn, það var mín leið til að tjá mig og losa um sársaukann. Ég hef líka reynt að fremja sjálfsmorð en það tókst sem betur fer ekki og ég svaf bara í rosalega langan tíma.“Fjölskyldan bjargaði Fríðu Hún segir að þegar normið verði að líða illa verði sjálfstraustið ekkert. Henni fannst hún ekki eiga skilið að eiga vini, líða vel eða hafa gaman. Grunnskólinn uppi í Mosó var hreint helvíti segir hún, en hún segir einnig að fjölskyldan hafi þó bjargað sér. „Við erum fimm systkinin og ég er heppin með það og á rosalega góða fjölskyldu. Ég fór bara heim og var þar og lærði ógeðslega mikið. Laugardagskvöldin fóru í lærdóm,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi reynt allt til að bjarga málum, stíga inn í en lítið hafi þó breyst.Hólmfríði gekk alltaf vel í skóla.„Þetta er mjög oft uppeldið. Þú verður ekkert svona að ástæðulausu og þarft að geta komist upp með þetta á heimilinu þínu og komst að því nokkrum árum seinna að foreldrar þeirra voru að baktala mig við hin börnin, allavega mamma þeirra. Mér var sagt það af einum af stelpunum í þessum hóp. Það eru nokkrar þeirra búnar að koma og segja fyrirgefðu.“ Fríða gekk út úr skólanum í níunda bekk og fór í annan til að klára tíunda bekk. Þaðan lá leiðin í menntaskóla en þar byrjuðu hlutirnir að breytast. „Ég kynnist vinkonum mínum sem eru einmitt mjög góða vinkonur mínar í dag og ég elska þær. Þær kenndu mér í rauninni að eiga vini. Ég kem þarna inn í menntaskóla og kunni ekki að eiga neinn að og var alltaf ein. Það var normið og ef ég þurfti að fara út til að kaupa mér föt þá fór ég ein í Kringluna. Svo hringdi ein vinkona í mig og spurði hvað ég væri að gera og ég sagðist vera fara að kaupa buxur. Hún spurði hvort ég væri að fara ein og ég svaraði því játandi. Hún sagði bara nei, ég er að fara koma með þér. Ég man þetta alltaf, því þarna byrjaði ég að kunna að eiga vini. Hún eiginlega bjargaði mér.“ Eftir FB fór Hólmfríður í tölvunarfræði. „Ég fann mig ótrúlega þar og fann svona minn hóp. Ég þekki ótrúlega mikið af góðu fólki og passa loksins inn. Ég ákvað á fyrsta ári í háskóla að vera manneskjan sem ég vildi vera. Ég ákvað þá að vera með sjálfstraust og það væri enginn sem vildi ekki vera með mér og það rættist svona vel úr því,“ segir Fríða sem starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hér að neðan má sjá viðtalið við Hólmfríði. Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir var alin upp í Mosfellsbær. Þar gekk hún í skóla en minningarnar eru þó síður en svo góðar. Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, var lögð í einelti frá fyrsta og upp í níunda bekk. Þrjár stelpur tóku hana fyrir á hverjum einasta degi. „Þetta byrjaði fyrst með þessu týpíska. Að skilja útundan og uppnefna. Bara krakkar að vera vondir í rauninni. Þegar þær urðu eldri fór þetta að verða þróaðra, skildu útundan, stóðu upp frá borðinu þegar ég settist þar og meira lúmskara eins og stelpur geta verið,“ segir Hólmfríður en fjallar var um mál hennar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu einnig svívirðingar. „Að ég væri ógeðsleg, ljót, svín og allskonar uppnefni,“ segir hún en skást var að vera inn í kennslustofunni að læra og verst var að vera í frímínútum þar sem líkamlegt ofbeldi átti sér stað.Þorðu ekki að vera úti í kuldanum „Ég var eitthvað hangandi í leiktækjunum og þær komu og girtu niður um mig. Þær voru með ákveðna taktík og lætu kannski manneskju fara út í kuldann og sýndi hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið og tóku hana svo aftur inn í hópinn. Í raun til að sýna hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið. Þetta var í grunnskóla og því greinilega klárar stelpur.“Gömul bekkjamynd af Hólmfríði.Fríða segir að flestar hafi verið tilbúnar að vera ekki úti í kuldanum og voru því tilbúnar að taka þátt til að verða ekki undir. Þegar hún var aðeins tíu ára vildi hún ekki lifa lengur, átti enga vini og vildi bara vera heima. „Maður náði að fá útrás með því að lemja hendinni í eitthvað mjög oft. Ég var einhvertímann mjög bólginn á hendinni. Ég var með náttborð sem var með svona hún og ég kýldi hendinni það oft í að ég varð alveg grænbólgin. Það minnkaði aðeins löngunina en svo kom hún bara aftur. Ég skar mig nokkrum sinnum til þess að reyna minnka andlega sársaukann. Svo fór ég úti í það að ég fékk mér tattoo í staðinn, það var mín leið til að tjá mig og losa um sársaukann. Ég hef líka reynt að fremja sjálfsmorð en það tókst sem betur fer ekki og ég svaf bara í rosalega langan tíma.“Fjölskyldan bjargaði Fríðu Hún segir að þegar normið verði að líða illa verði sjálfstraustið ekkert. Henni fannst hún ekki eiga skilið að eiga vini, líða vel eða hafa gaman. Grunnskólinn uppi í Mosó var hreint helvíti segir hún, en hún segir einnig að fjölskyldan hafi þó bjargað sér. „Við erum fimm systkinin og ég er heppin með það og á rosalega góða fjölskyldu. Ég fór bara heim og var þar og lærði ógeðslega mikið. Laugardagskvöldin fóru í lærdóm,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi reynt allt til að bjarga málum, stíga inn í en lítið hafi þó breyst.Hólmfríði gekk alltaf vel í skóla.„Þetta er mjög oft uppeldið. Þú verður ekkert svona að ástæðulausu og þarft að geta komist upp með þetta á heimilinu þínu og komst að því nokkrum árum seinna að foreldrar þeirra voru að baktala mig við hin börnin, allavega mamma þeirra. Mér var sagt það af einum af stelpunum í þessum hóp. Það eru nokkrar þeirra búnar að koma og segja fyrirgefðu.“ Fríða gekk út úr skólanum í níunda bekk og fór í annan til að klára tíunda bekk. Þaðan lá leiðin í menntaskóla en þar byrjuðu hlutirnir að breytast. „Ég kynnist vinkonum mínum sem eru einmitt mjög góða vinkonur mínar í dag og ég elska þær. Þær kenndu mér í rauninni að eiga vini. Ég kem þarna inn í menntaskóla og kunni ekki að eiga neinn að og var alltaf ein. Það var normið og ef ég þurfti að fara út til að kaupa mér föt þá fór ég ein í Kringluna. Svo hringdi ein vinkona í mig og spurði hvað ég væri að gera og ég sagðist vera fara að kaupa buxur. Hún spurði hvort ég væri að fara ein og ég svaraði því játandi. Hún sagði bara nei, ég er að fara koma með þér. Ég man þetta alltaf, því þarna byrjaði ég að kunna að eiga vini. Hún eiginlega bjargaði mér.“ Eftir FB fór Hólmfríður í tölvunarfræði. „Ég fann mig ótrúlega þar og fann svona minn hóp. Ég þekki ótrúlega mikið af góðu fólki og passa loksins inn. Ég ákvað á fyrsta ári í háskóla að vera manneskjan sem ég vildi vera. Ég ákvað þá að vera með sjálfstraust og það væri enginn sem vildi ekki vera með mér og það rættist svona vel úr því,“ segir Fríða sem starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hér að neðan má sjá viðtalið við Hólmfríði.
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira