ÍBV vann sterkan sigur á toppliði Vals í Olís deild kvenna þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í dag.
Eyjakonur voru sterkari strax frá upphafi og komust í fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn fjögur mörk, 16-11.
Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn brösulega, voru með fjóra tapaða bolta á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins. Heimakonur í ÍBV gengu á lagið og komust í átta marka forystu, 22-14.
Gestirnir náðu að koma aðeins til baka, en sáu þó aldrei almennilega til sólar og urðu lokatölur 31-27 fyrir ÍBV.
Stjarnan vann Fjölni í Dalhúsum í annað skiptið á átta dögum en liðin mættust síðast 23. janúar. Þá fór Stjarnan með sjö marka sigur, í kvöld var sigurinn þó aðeins með þremur mörkum.
Leikurinn var mjög jafn framan af en Stjörnukonur voru þó með yfirhöndina og leiddu leikinn.
Þær náðu að stækka forskot sitt aðeins í byrjun seinni hálfleiks en heimakonur hengu þó alltaf í gestunum. Þegar um fimm mínútur voru eftir komu Stjörnukonur sér í fimm marka forystu og brekkan orðin of brött fyrir Fjölni.
Heimakonur klóruðu þó aðeins í bakkann og náðu að minnka muninn, lokatölur 25-28.
ÍBV: Ester Óskarsdóttir 10, Greta Kavaliauskaite 7, Karólína Bæhrenz 6, Sandra Erlingsdóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Shadya Goumaz 1, Asun Batista 1.
Valur: Kristín Guðmundsdóttir 11, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Diana Satkauskaite 1.
Fjölnir: Andrea Jacobsen 10, Berglind Benediktsdóttir 5, Helena Ósk Kristjánsdóttir 3, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 1.
Stjarnan: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8, Ramune Pekarskyte 5, Sólveig Lára Kjærnested 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Aníta Theodórsdóttir 2.
Annar tapleikurinn í röð hjá Valskonum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


