Manneskjurófið Björk Vilhelmsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar