
Manneskjurófið
Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur.
Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.
Á jaðri samfélagsins
Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu.
Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra.
Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.
Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar