Lyklafellslína - Þrjátíu og átta áhættuminnkandi aðgerðir Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:54 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi skrifaði í gær grein sem fjallaði um byggingu Lyklafellslínu og vatnsverndarmál. Eins og Líf, teljum við hjá Landsneti, vatn vera eina af okkar mikilvægustu auðlindum. Við leggjum okkur jafnframt fram um að ganga vel um viðkvæm svæði þegar kemur að framkvæmdum. Lyklafellslína hefur verið í undirbúningi í allmörg ár. Verkefnið hefur verið unnið í góðri samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu sem línan liggur um. Ítarleg skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar á svæðinu hefur verið gerð þar sem lagðar eru til 38 áhættuminnkandi aðgerðir til að lágmarka líkur á umhverfisslysi. Gerðar verða öryggis- og viðbragsáætlanir, sérstakur eftirlitsmaður hefur verið ráðinn, haldið verður námskeið fyrir verktaka, olíuflutningar verða takmarkaðir, umhverfisvæn glussaolía verður notuð, malarslitlag verður á slóðum og plönum og sérstakar kröfur verða gerðar til bíla sem fara um svæðið svo eitthvað sé nefnt. Áhættumatsskýrslan hefur verið rýnd af heilbrigðisnefnd svæðisins vegna útgáfu starfsleyfis. Skýrsluna má finna á heimasíðu Landsnets ásamt öðrum gögnum sem tengjast verkefninu. Lyklafellslína 1 er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun, en allar framkvæmdir Landsnets eru háðar samþykki Orkustofnunar. Forsendur framkvæmdarinnar er færsla línunnar vegna íbúabyggðar en ekki aukinn orkuflutningur. Þessi framkvæmd hefur lang minnst umhverfisáhrif af þeim valkostum sem skoðaðir voru enda liggur línan samhliða núverandi Búrfellslínu 3 og nýtir því sömu vegslóða. Framkvæmdin er því talsvert umfangsminni en venja er með línuframkvæmdir og jarðrask mun minna.Ein lína í stað tveggja Sumarið 2015 gerðu Landsnet og Hafnarfjarðarbær með sér samkomulag sem miðaði m.a. að því að hægt yrði að rífa Hamraneslínur 1 og 2 sem liggja frá Geithálsi í gegnum útivistarsvæði í Heiðmörk og að Hamranesi í Hafnarfiði. Jafnframt að færa Ísallínur 1 og 2, sem liggja frá tengivirkinu í Hamranesi að álverinu í Straumsvík, fjær byggðinni. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og Ísallínur. Í samvinnu við íbúasamtök Lyklafellslína er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga sem öll hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Leyfin hafa verið kærð af Hraunavinum og Náttúruverndarasamtökum suðvesturlands en ekki hefur verið um mótmæli frá íbúum að ræða og höfum við m.a. unnið náið með íbúasamtökum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Áætlað er að framkvæmdir við Lyklafellslínu 1, tengivirkið og Ísallínu 3 hefjist með vorinu og ljúki 2019 ef allt gengur eftir. Rafmagn er ein af forsendum fyrir lífsgæðum í nútíma samfélagi. Það er stefna okkar og markmið að geta tryggt öllum landsmönnum, sama hvar þeir búa á landinu, öruggt rafmagn. Við erum í síbreytilegu umhverfi og við hjá Landsneti byggjum áætlanir okkar um uppbyggingu raforkukerfisins á nýjustu upplýsingum hverju sinni og leggjum okkur fram við að ganga vel um umhverfið.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi skrifaði í gær grein sem fjallaði um byggingu Lyklafellslínu og vatnsverndarmál. Eins og Líf, teljum við hjá Landsneti, vatn vera eina af okkar mikilvægustu auðlindum. Við leggjum okkur jafnframt fram um að ganga vel um viðkvæm svæði þegar kemur að framkvæmdum. Lyklafellslína hefur verið í undirbúningi í allmörg ár. Verkefnið hefur verið unnið í góðri samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu sem línan liggur um. Ítarleg skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar á svæðinu hefur verið gerð þar sem lagðar eru til 38 áhættuminnkandi aðgerðir til að lágmarka líkur á umhverfisslysi. Gerðar verða öryggis- og viðbragsáætlanir, sérstakur eftirlitsmaður hefur verið ráðinn, haldið verður námskeið fyrir verktaka, olíuflutningar verða takmarkaðir, umhverfisvæn glussaolía verður notuð, malarslitlag verður á slóðum og plönum og sérstakar kröfur verða gerðar til bíla sem fara um svæðið svo eitthvað sé nefnt. Áhættumatsskýrslan hefur verið rýnd af heilbrigðisnefnd svæðisins vegna útgáfu starfsleyfis. Skýrsluna má finna á heimasíðu Landsnets ásamt öðrum gögnum sem tengjast verkefninu. Lyklafellslína 1 er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun, en allar framkvæmdir Landsnets eru háðar samþykki Orkustofnunar. Forsendur framkvæmdarinnar er færsla línunnar vegna íbúabyggðar en ekki aukinn orkuflutningur. Þessi framkvæmd hefur lang minnst umhverfisáhrif af þeim valkostum sem skoðaðir voru enda liggur línan samhliða núverandi Búrfellslínu 3 og nýtir því sömu vegslóða. Framkvæmdin er því talsvert umfangsminni en venja er með línuframkvæmdir og jarðrask mun minna.Ein lína í stað tveggja Sumarið 2015 gerðu Landsnet og Hafnarfjarðarbær með sér samkomulag sem miðaði m.a. að því að hægt yrði að rífa Hamraneslínur 1 og 2 sem liggja frá Geithálsi í gegnum útivistarsvæði í Heiðmörk og að Hamranesi í Hafnarfiði. Jafnframt að færa Ísallínur 1 og 2, sem liggja frá tengivirkinu í Hamranesi að álverinu í Straumsvík, fjær byggðinni. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og Ísallínur. Í samvinnu við íbúasamtök Lyklafellslína er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga sem öll hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Leyfin hafa verið kærð af Hraunavinum og Náttúruverndarasamtökum suðvesturlands en ekki hefur verið um mótmæli frá íbúum að ræða og höfum við m.a. unnið náið með íbúasamtökum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Áætlað er að framkvæmdir við Lyklafellslínu 1, tengivirkið og Ísallínu 3 hefjist með vorinu og ljúki 2019 ef allt gengur eftir. Rafmagn er ein af forsendum fyrir lífsgæðum í nútíma samfélagi. Það er stefna okkar og markmið að geta tryggt öllum landsmönnum, sama hvar þeir búa á landinu, öruggt rafmagn. Við erum í síbreytilegu umhverfi og við hjá Landsneti byggjum áætlanir okkar um uppbyggingu raforkukerfisins á nýjustu upplýsingum hverju sinni og leggjum okkur fram við að ganga vel um umhverfið.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar