Hinn græðgisvæddi leigumarkaður Bjarni Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 13:42 Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun