Íslandsmeistarar Fram tóku botnlið Fjölnis í kennslustund þegar liðin mættust í Safamýrinni í kvöld.
Staðan í hálfleik var 25-10 og fór að lokum svo að Fram vann með 19 mörkum, 40-21.
Steinunn Björnsdóttir fór mikinn í liði Fram og skoraði 11 mörk. Næst kom Ragnheiður Júlíusdóttir með 6 mörk.
Andrea Jacobsen skoraði sex mörk fyrir Fjölni og Berglind Benediktsdóttir gerði fimm.
Fram jafnar með sigrinum Hauka að stigum, bæði lið með 24 stig í 2. og 3. sæti Olís deildar kvenna. Fjölnir situr hins vegar sem fastast á botninum.
