Slökkviliðskonum fjölgað úr einni í sjö: „Þetta er allt að koma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2018 16:15 Ómar Ágústsson og Birna Björnsdóttir. „Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum. Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum.
Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira