Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla.
Björgvin Páll sneri sig á ökkla í upphitun fyrir leikinn gegn Króatíu í gær en gat engu að síður spilað lungann úr leiknum.
Það er ekki reiknað með öðru en að hann spili gegn Serbum á morgun en hann er mun betri af meiðslunum í dag en hann var eftir leik í gær.
Leikur Íslands og Serbíu fer fram klukkan 17.15 á morgun og Björgvin fær því góðan sólarhring í viðbót til þess að jafna sig áður en kemur að stóru stundinni.

