Það koma allir flottir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Geir og Dagur spiluðu saman sem atvinnumenn í Þýskalandi. Þeir hafa mæst sem þjálfarar í Þýskalandi en aldrei í landsleik. vísir/stefán Það er farið að styttast í Evrópumeistaramótið í Króatíu en lærisveinar Geirs Sveinssonar eiga aðeins eftir að spila þrjá vináttulandsleiki áður en alvaran byrjar í Split. Í kvöld fær íslenska þjóðin tækifæri til að kveðja strákana okkar áður en þeir fara úr landi. Síðasti heimaleikurinn er þá gegn Japan. Á morgun heldur liðið til Þýskalands og mun æfa þar og spila tvo leiki við Þjóðverja áður en það heldur til Króatíu þann 10. janúar. Fyrsti leikur liðsins á EM er svo gegn Svíþjóð þann 12. janúar.Arnar lítur sérstaklega vel út „Ástandið á mannskapnum er mjög gott. Allir heilir og líta mjög vel út. Það koma allir flottir til leiks,“ segir Geir en einhverjir leikmenn höfðu verið að burðast með lítilsháttar meiðsli en það er greinilega ekkert til að hafa áhyggjur af í augnablikinu. „Síðustu leikmennirnir voru að detta inn frá Svíþjóð, þegar Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Guðmundsson komu til móts við liðið. Ég vissi ekki alveg standið á þeim en þeir litu mjög vel út á fyrstu æfingu með liðinu. Mér fannst Arnar líta sérstaklega vel út. Ekki síst í ljósi þess að ég var ekki alveg nógu ánægður með hann í leikjunum í október. Mér sýnist hann hafa unnið ágætlega í sínum málum síðan.“ Íslenska liðið er mun sterkara en það japanska. Geir segist vera að einblína á leik síns liðs í kvöld en við hverju má fólk búast? „Það er þetta klassíska að fara í alla leiki til þess að vinna þá. Við viljum líka spila vel og fara sáttir af velli með það sem við erum að gera. Það er alveg ljóst að það verður ekki allt tilbúið í þessum leik. Við höfum svo góða sex daga í Þýskalandi til þess að æfa og spila. Vonandi náum við þeim ryþma sem við viljum finna þar,“ segir landsliðsþjálfarinn. „Fólk mun sjá sitt lítið af hverju í þessum leik. Við munum keyra á þeim leikmönnum sem hafa verið framar öðrum og munu bera þetta að mörgu leyti uppi í Króatíu. Ég er samt með sextán leikmenn og þeir eiga allir erindi. Þeir eru þarna því þeir hafa allir eitthvað fram að færa. Vonandi ná allir að sýna sitt besta.“Allir með hlutverk í liðinu Geir kom svolítið á óvart með því að velja sextán manna hóp óvenju snemma og hann ítrekar að það séu engir farþegar í liðinu. „Ég vona að menn hafi þann fókus að þeir vilji spila sem mest. Auðvitað þarf það að vera með þeim hætti að menn taki því vel sama hvað þeir spila mikið. Það er hver einasti leikmaður með hlutverk, sama hvort það er ein, tvær, tíu eða sextíu mínútur. Aðalatriðið er hvernig menn skila því hlutverki sem ætlast er til af þeim inn í hópinn,“ segir Geir en hann vill ekki tala andstæðinga kvöldsins niður þó svo þeir hafi steinlegið gegn Barein fyrir örfáum dögum. „Þeir spiluðu vel á móti Hvít-Rússum skömmu áður og töpuðu naumlega gegn þeim. Svona er handboltinn. Það eru skin og skúrir. Það er alveg ljóst að Dagur tekur við liði sem er ekki alveg í fremstu röð en ég held að við munum sjá í þessum leik að liðið hefur tekið miklum framförum undir hans stjórn á hálfu ári.“ Japanska liðið kom hingað til lands rétt fyrir áramót og var svo í áramótaveislu hjá þjálfaranum þar sem meðal annars var boðið upp á hrátt hvalkjöt. Það líkaði Japönunum. „Við töpuðum illa fyrir Barein á dögunum en við ætlum að standa i lappirnar allan tímann gegn Íslandi,“ segir Dagur. EM 2018 í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Það er farið að styttast í Evrópumeistaramótið í Króatíu en lærisveinar Geirs Sveinssonar eiga aðeins eftir að spila þrjá vináttulandsleiki áður en alvaran byrjar í Split. Í kvöld fær íslenska þjóðin tækifæri til að kveðja strákana okkar áður en þeir fara úr landi. Síðasti heimaleikurinn er þá gegn Japan. Á morgun heldur liðið til Þýskalands og mun æfa þar og spila tvo leiki við Þjóðverja áður en það heldur til Króatíu þann 10. janúar. Fyrsti leikur liðsins á EM er svo gegn Svíþjóð þann 12. janúar.Arnar lítur sérstaklega vel út „Ástandið á mannskapnum er mjög gott. Allir heilir og líta mjög vel út. Það koma allir flottir til leiks,“ segir Geir en einhverjir leikmenn höfðu verið að burðast með lítilsháttar meiðsli en það er greinilega ekkert til að hafa áhyggjur af í augnablikinu. „Síðustu leikmennirnir voru að detta inn frá Svíþjóð, þegar Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Guðmundsson komu til móts við liðið. Ég vissi ekki alveg standið á þeim en þeir litu mjög vel út á fyrstu æfingu með liðinu. Mér fannst Arnar líta sérstaklega vel út. Ekki síst í ljósi þess að ég var ekki alveg nógu ánægður með hann í leikjunum í október. Mér sýnist hann hafa unnið ágætlega í sínum málum síðan.“ Íslenska liðið er mun sterkara en það japanska. Geir segist vera að einblína á leik síns liðs í kvöld en við hverju má fólk búast? „Það er þetta klassíska að fara í alla leiki til þess að vinna þá. Við viljum líka spila vel og fara sáttir af velli með það sem við erum að gera. Það er alveg ljóst að það verður ekki allt tilbúið í þessum leik. Við höfum svo góða sex daga í Þýskalandi til þess að æfa og spila. Vonandi náum við þeim ryþma sem við viljum finna þar,“ segir landsliðsþjálfarinn. „Fólk mun sjá sitt lítið af hverju í þessum leik. Við munum keyra á þeim leikmönnum sem hafa verið framar öðrum og munu bera þetta að mörgu leyti uppi í Króatíu. Ég er samt með sextán leikmenn og þeir eiga allir erindi. Þeir eru þarna því þeir hafa allir eitthvað fram að færa. Vonandi ná allir að sýna sitt besta.“Allir með hlutverk í liðinu Geir kom svolítið á óvart með því að velja sextán manna hóp óvenju snemma og hann ítrekar að það séu engir farþegar í liðinu. „Ég vona að menn hafi þann fókus að þeir vilji spila sem mest. Auðvitað þarf það að vera með þeim hætti að menn taki því vel sama hvað þeir spila mikið. Það er hver einasti leikmaður með hlutverk, sama hvort það er ein, tvær, tíu eða sextíu mínútur. Aðalatriðið er hvernig menn skila því hlutverki sem ætlast er til af þeim inn í hópinn,“ segir Geir en hann vill ekki tala andstæðinga kvöldsins niður þó svo þeir hafi steinlegið gegn Barein fyrir örfáum dögum. „Þeir spiluðu vel á móti Hvít-Rússum skömmu áður og töpuðu naumlega gegn þeim. Svona er handboltinn. Það eru skin og skúrir. Það er alveg ljóst að Dagur tekur við liði sem er ekki alveg í fremstu röð en ég held að við munum sjá í þessum leik að liðið hefur tekið miklum framförum undir hans stjórn á hálfu ári.“ Japanska liðið kom hingað til lands rétt fyrir áramót og var svo í áramótaveislu hjá þjálfaranum þar sem meðal annars var boðið upp á hrátt hvalkjöt. Það líkaði Japönunum. „Við töpuðum illa fyrir Barein á dögunum en við ætlum að standa i lappirnar allan tímann gegn Íslandi,“ segir Dagur.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira