Réttar upplýsingar á borðið Friðrik Már Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 07:00 Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar