Vinnum gegn fátækt Laufey Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2018 07:00 Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun