Vinnum gegn fátækt Laufey Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2018 07:00 Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar