Vinnum gegn fátækt Laufey Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2018 07:00 Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félagslegra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Höfundur er varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar