Framsókn í menntamálum Menntastefnuhópur Framsóknarflokksins skrifar 10. mars 2018 10:00 Á aldarafmæli Framsóknarflokksins var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Verður hún rædd á flokksþingi nú um helgina. Manngildi er meira virði en auðgildi og traust, gott og metnaðarfullt menntakerfi leggur grundvöllinn að því samfélagi sem við viljum búa í. Í samfélagi dagsins í dag byggir samkeppnishæfni þjóða að miklu leyti á menntun og því telur Framsóknarflokkurinn að fjárfesting í menntun sé fjárfesting til framtíðar.Stöndum vörð um tungumálið Áfram verður unnið að því að bæta læsi í gegnum fjölbreytt verkefni einstakra skóla og sveitarfélaga, með baklandi í læsisverkefni Menntamálastofnunar og háskólunum. Jafnframt skal unnið að umbótum á sviðum sem styðja við læsi, s.s. útgáfu vandaðra námsgagna, eflingu skólabókasafna, útgáfu vandaðra bóka sem og stefnumörkun um aðgang að íslensku hljóð- og myndefni. Afnema þarf virðisaukasatt af bókum og fjárfesta í íslenskri máltækni svo hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki nútíðar og framtíðar og í allri upplýsingavinnslu. Þá skal kraftur settur í markvissar aðgerðir til stuðnings kennslu í íslensku sem öðru tungumáli, fyrir nemendur á öllum aldri. Komið verði á fót umbótateymi sem hafi faglega forystu í verkefninu, því það verður ekki eingöngu leyst á vettvangi einstakra skóla.Stöndum vörð um kennarann Hæfir og góðir kennarar eru forsenda þess að nemendur njóti sín og nái árangri sem leggur grunn að framtíð þeirra. Bæta þarf starfsaðstæður kennara, auka stoðþjónustu við þá og gera þeim og skólakerfinu betur kleift að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Hækka þarf laun kennara til að laða að hæfa nemendur í kennaranám og kennara sem starfa utan skólanna. Þjóðarátaks er þörf til að auka virðingu fyrir kennurum og kennarastarfinu. Auka þarf tengsl kennaranáms við starfsvettvang og koma á launuðu starfsnámi á fjórða ári kennaranámsins. Samhliða þarf að auka fjárhagslega hvata til kennaranema í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. Leggja þarf áherslu á sjálfstæði kennara og skóla við skólaþróun sem byggir á gildandi lögum og námsskrá þar sem nám og kennsla er í forgrunni starfsins.Stöndum vörð um fjölskylduna Mikið álag er á barnafjölskyldum og því brýnt að stytta vinnuviku fólks og gefa því rými til að verja meiri tíma með börnum sínum og foreldrum. Lengja þarf fæðingarorlof hvors foreldris fyrir sig í fimm mánuði en til viðbótar verði sameiginlegur fæðingarorlofsréttur foreldra tveir mánuðir. Koma þarf á samstarfi ríkis og sveitarfélaga um að tryggja börnum dagvistunarúrræði að fæðingarorlofi loknu, frá 12 mánaða aldri. Vinnudagur margra barna er langur en með samþættingu gæðastarfs á vegum íþróttafélaga, tónlistarskóla og æskulýðsfélaga við starf grunnskóla má styðja betur við fjölskyldur og börn. Möguleikar til að læra á hljóðfæri eða stunda íþróttir eiga ekki að fara eftir fjárhag heimila heldur á að gera öllum börnum kleift að rækta líkama og sál í gegnum skipulagt frístundastarf.Fjárfestum í framtíðinni Menntastefna Framsóknarflokksins nær til fleiri þátta, eins og eflingar iðn- og verknáms, framhaldsskólans og háskóla- og vísindastarfs. Við hvetjum því lesendur til að kynna sér alla menntastefnu Framsóknarflokksins sem finna má á vettvangi flokksins. Á þeim umbreytingatímum sem við lifum sköpum við ný tækifæri með öflugu menntakerfi og fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða kröftugs hagvaxtar en um leið velferðar og hagsældar til framtíðar. Framsókn vill fjárfesta í framtíðinni.Höfundar skipa menntastefnuhóp Framsóknarflokksins: Bjarni Dagur Þórðarson, Elsa Lára Arnardóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Gunnhildur Imsland, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jóna Björg Sætran, Linda Hrönn Þórisdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sæunn Stefánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á aldarafmæli Framsóknarflokksins var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Verður hún rædd á flokksþingi nú um helgina. Manngildi er meira virði en auðgildi og traust, gott og metnaðarfullt menntakerfi leggur grundvöllinn að því samfélagi sem við viljum búa í. Í samfélagi dagsins í dag byggir samkeppnishæfni þjóða að miklu leyti á menntun og því telur Framsóknarflokkurinn að fjárfesting í menntun sé fjárfesting til framtíðar.Stöndum vörð um tungumálið Áfram verður unnið að því að bæta læsi í gegnum fjölbreytt verkefni einstakra skóla og sveitarfélaga, með baklandi í læsisverkefni Menntamálastofnunar og háskólunum. Jafnframt skal unnið að umbótum á sviðum sem styðja við læsi, s.s. útgáfu vandaðra námsgagna, eflingu skólabókasafna, útgáfu vandaðra bóka sem og stefnumörkun um aðgang að íslensku hljóð- og myndefni. Afnema þarf virðisaukasatt af bókum og fjárfesta í íslenskri máltækni svo hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki nútíðar og framtíðar og í allri upplýsingavinnslu. Þá skal kraftur settur í markvissar aðgerðir til stuðnings kennslu í íslensku sem öðru tungumáli, fyrir nemendur á öllum aldri. Komið verði á fót umbótateymi sem hafi faglega forystu í verkefninu, því það verður ekki eingöngu leyst á vettvangi einstakra skóla.Stöndum vörð um kennarann Hæfir og góðir kennarar eru forsenda þess að nemendur njóti sín og nái árangri sem leggur grunn að framtíð þeirra. Bæta þarf starfsaðstæður kennara, auka stoðþjónustu við þá og gera þeim og skólakerfinu betur kleift að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Hækka þarf laun kennara til að laða að hæfa nemendur í kennaranám og kennara sem starfa utan skólanna. Þjóðarátaks er þörf til að auka virðingu fyrir kennurum og kennarastarfinu. Auka þarf tengsl kennaranáms við starfsvettvang og koma á launuðu starfsnámi á fjórða ári kennaranámsins. Samhliða þarf að auka fjárhagslega hvata til kennaranema í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. Leggja þarf áherslu á sjálfstæði kennara og skóla við skólaþróun sem byggir á gildandi lögum og námsskrá þar sem nám og kennsla er í forgrunni starfsins.Stöndum vörð um fjölskylduna Mikið álag er á barnafjölskyldum og því brýnt að stytta vinnuviku fólks og gefa því rými til að verja meiri tíma með börnum sínum og foreldrum. Lengja þarf fæðingarorlof hvors foreldris fyrir sig í fimm mánuði en til viðbótar verði sameiginlegur fæðingarorlofsréttur foreldra tveir mánuðir. Koma þarf á samstarfi ríkis og sveitarfélaga um að tryggja börnum dagvistunarúrræði að fæðingarorlofi loknu, frá 12 mánaða aldri. Vinnudagur margra barna er langur en með samþættingu gæðastarfs á vegum íþróttafélaga, tónlistarskóla og æskulýðsfélaga við starf grunnskóla má styðja betur við fjölskyldur og börn. Möguleikar til að læra á hljóðfæri eða stunda íþróttir eiga ekki að fara eftir fjárhag heimila heldur á að gera öllum börnum kleift að rækta líkama og sál í gegnum skipulagt frístundastarf.Fjárfestum í framtíðinni Menntastefna Framsóknarflokksins nær til fleiri þátta, eins og eflingar iðn- og verknáms, framhaldsskólans og háskóla- og vísindastarfs. Við hvetjum því lesendur til að kynna sér alla menntastefnu Framsóknarflokksins sem finna má á vettvangi flokksins. Á þeim umbreytingatímum sem við lifum sköpum við ný tækifæri með öflugu menntakerfi og fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða kröftugs hagvaxtar en um leið velferðar og hagsældar til framtíðar. Framsókn vill fjárfesta í framtíðinni.Höfundar skipa menntastefnuhóp Framsóknarflokksins: Bjarni Dagur Þórðarson, Elsa Lára Arnardóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Gunnhildur Imsland, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jóna Björg Sætran, Linda Hrönn Þórisdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sæunn Stefánsdóttir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun