Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 14:00 vísir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30