Höfum áhrif í breyttum heimi Auður Albertsdóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun