Höfum áhrif í breyttum heimi Auður Albertsdóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar