Ungmenni búin að fá nóg Þórdís Eva Einarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:23 Lækkun kosningaaldurs úr 18 árum niður í 16 ár hefur verið í umræðunni í mörg ár og nokkrum sinnum hafa verið lögð fram frumvörp þess efnis. Í þessum skrifuðu orðum hefur verið lagt fram nýtt frumvarp á Alþingi. Það er ólíkt þeim sem hafa verið á undan að því leyti að í því er sjónarmiðum beint að sveitastjórnarkosningum. Ef kosningaaldur almennt væri lækkaður þyrfti að ráðast í breytingar á stjórnarskrá en með þessu frumvarpi þyrfti aðeins lagabreytingar. Lækkun kosningaaldurs með þessum hætti er því öruggari leið til að gefa ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á sitt samfélag. Ef frumvarpið nær fram að ganga er stefnt að því að innleiða nýju lögin fyrir sveitastjórnarkosningarnar núna í vor.Þreytt á óréttlæti Helstu mótrök gegn lækkuninni eru þau að 16 ára einstaklingar séu ekki nógu þroskaðir til að axla þessa ábyrgð, hafi ekki vit á málefnum sem viðkoma stjórnmálum og séu of auðtrúa til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þessi rök samræmast ekki veruleika 16 ára ungmenna. 16 ára einstaklingar standa á miklum tímamótum. Þeir útskrifast úr grunnskóla, hefja nám í framhaldsskóla og margir flytja að heiman, auk þess sem þeir eru sakhæfir og tekjuskattur dreginn af launum þeirra. 16 ára einstaklingar eru virkir þátttakendur í þjóðfélaginu og eiga að njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Ungmenni hafa þurft að þola mikið óréttlæti þegar kemur að málefnum sem snerta þau. Ýmsar róttækar breytingar hafa orðið að veruleika á síðustu misserum og má þar nefna styttingu náms til stúdentsprófs, upptöku ABC kerfisins og breytingar á samræmdu prófunum. Ekkert af þessu var gert í samráði við þau sem þetta hefur mest áhrif á, ungmennin sjálf. Ungt fólk er þreytt á að hafa ekki rödd og að þurfa að horfa upp á aðra taka ákvarðanir um framtíð þeirra án þess að geta lagt neitt til málanna.Nauðsynlegt að efla fræðslu Hins vegar er margt til í því að 16 ára einstaklingar viti ekki mikið um stjórnmál. Það er eitthvað sem nauðsynlegt er að laga, hvort sem lagst verður í lækkun á kosningaaldri eða ekki. Í grunnskólum er lítil sem engin fræðsla um stjórnmál. Það er ekki nóg að lesa einn kafla í samfélagsfræðibók og láta þar við sitja. Ef ungmenni eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun verða þau að læra grundvallaratriði stjórnmála. Ekki er hægt að kenna áhugaleysi um þennan vanda. Það hefur sýnt sig að ungmenni vilja taka þátt og undirrituð hefur aldrei hitt ungling sem vill alls ekki læra um stjórnmál, enda sú þekking mikilvægt veganesti út í lífið. Það er ekki fyrr en í framhaldsskóla sem reynt er að hvetja ungmenni til að sýna áhuga á stjórnmálum. Má ekki ráðast í verkið af hálfum hug Lækkun kosningaaldurs hefur verið reynd í öðrum löndum og er þá nærtækast að nefna Danmörk og Noreg. Þegar Danir prófuðu þessa breytingu í sveitastjórnarkosningum stóðu þeir fyrir stórri herferð til að auka þátttöku ungs fólks og náðu góðum árangri í að hækka kjörsókn. Norðmenn stóðu hins vegar ekki fyrir þess konar herferð og hafði lækkunin lítil áhrif á kosningaþátttöku þar í landi. Við megum ekki falla í sömu gryfju og Norðmenn. Ef markmiðið er að auka þátttöku ungs fólks í kosningum, að viðhalda lýðræði og gefa þátttakendum þjóðfélagsins þau réttindi sem þeir eiga skilið þarf að efla fræðslu og beisla áhuga ungmenna til að taka þátt. Þá vaknar sú spurning hvort skynsamlegt sé að lækka kosningaaldur fyrir kosningarnar í vor án þess að það gefist nægur tími til að gera nauðsynlegar breytingar. Með lækkun kosningaaldurs hljóta ungmenni rödd og eru ekki lengur utangarðs, þau hvetja stjórnmálafólk til að sanna sig fyrir stærri hóp fólks og neyða þau til að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Ef við höldum rétt á spöðunum getur lækkun kosningaaldurs haft jákvæð áhrif á þjóðfélagið. Höfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Lækkun kosningaaldurs úr 18 árum niður í 16 ár hefur verið í umræðunni í mörg ár og nokkrum sinnum hafa verið lögð fram frumvörp þess efnis. Í þessum skrifuðu orðum hefur verið lagt fram nýtt frumvarp á Alþingi. Það er ólíkt þeim sem hafa verið á undan að því leyti að í því er sjónarmiðum beint að sveitastjórnarkosningum. Ef kosningaaldur almennt væri lækkaður þyrfti að ráðast í breytingar á stjórnarskrá en með þessu frumvarpi þyrfti aðeins lagabreytingar. Lækkun kosningaaldurs með þessum hætti er því öruggari leið til að gefa ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á sitt samfélag. Ef frumvarpið nær fram að ganga er stefnt að því að innleiða nýju lögin fyrir sveitastjórnarkosningarnar núna í vor.Þreytt á óréttlæti Helstu mótrök gegn lækkuninni eru þau að 16 ára einstaklingar séu ekki nógu þroskaðir til að axla þessa ábyrgð, hafi ekki vit á málefnum sem viðkoma stjórnmálum og séu of auðtrúa til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þessi rök samræmast ekki veruleika 16 ára ungmenna. 16 ára einstaklingar standa á miklum tímamótum. Þeir útskrifast úr grunnskóla, hefja nám í framhaldsskóla og margir flytja að heiman, auk þess sem þeir eru sakhæfir og tekjuskattur dreginn af launum þeirra. 16 ára einstaklingar eru virkir þátttakendur í þjóðfélaginu og eiga að njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Ungmenni hafa þurft að þola mikið óréttlæti þegar kemur að málefnum sem snerta þau. Ýmsar róttækar breytingar hafa orðið að veruleika á síðustu misserum og má þar nefna styttingu náms til stúdentsprófs, upptöku ABC kerfisins og breytingar á samræmdu prófunum. Ekkert af þessu var gert í samráði við þau sem þetta hefur mest áhrif á, ungmennin sjálf. Ungt fólk er þreytt á að hafa ekki rödd og að þurfa að horfa upp á aðra taka ákvarðanir um framtíð þeirra án þess að geta lagt neitt til málanna.Nauðsynlegt að efla fræðslu Hins vegar er margt til í því að 16 ára einstaklingar viti ekki mikið um stjórnmál. Það er eitthvað sem nauðsynlegt er að laga, hvort sem lagst verður í lækkun á kosningaaldri eða ekki. Í grunnskólum er lítil sem engin fræðsla um stjórnmál. Það er ekki nóg að lesa einn kafla í samfélagsfræðibók og láta þar við sitja. Ef ungmenni eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun verða þau að læra grundvallaratriði stjórnmála. Ekki er hægt að kenna áhugaleysi um þennan vanda. Það hefur sýnt sig að ungmenni vilja taka þátt og undirrituð hefur aldrei hitt ungling sem vill alls ekki læra um stjórnmál, enda sú þekking mikilvægt veganesti út í lífið. Það er ekki fyrr en í framhaldsskóla sem reynt er að hvetja ungmenni til að sýna áhuga á stjórnmálum. Má ekki ráðast í verkið af hálfum hug Lækkun kosningaaldurs hefur verið reynd í öðrum löndum og er þá nærtækast að nefna Danmörk og Noreg. Þegar Danir prófuðu þessa breytingu í sveitastjórnarkosningum stóðu þeir fyrir stórri herferð til að auka þátttöku ungs fólks og náðu góðum árangri í að hækka kjörsókn. Norðmenn stóðu hins vegar ekki fyrir þess konar herferð og hafði lækkunin lítil áhrif á kosningaþátttöku þar í landi. Við megum ekki falla í sömu gryfju og Norðmenn. Ef markmiðið er að auka þátttöku ungs fólks í kosningum, að viðhalda lýðræði og gefa þátttakendum þjóðfélagsins þau réttindi sem þeir eiga skilið þarf að efla fræðslu og beisla áhuga ungmenna til að taka þátt. Þá vaknar sú spurning hvort skynsamlegt sé að lækka kosningaaldur fyrir kosningarnar í vor án þess að það gefist nægur tími til að gera nauðsynlegar breytingar. Með lækkun kosningaaldurs hljóta ungmenni rödd og eru ekki lengur utangarðs, þau hvetja stjórnmálafólk til að sanna sig fyrir stærri hóp fólks og neyða þau til að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Ef við höldum rétt á spöðunum getur lækkun kosningaaldurs haft jákvæð áhrif á þjóðfélagið. Höfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun