Áhrif hækkana Kjararáðs 2016 segja til sín Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 23. október 2018 14:16 Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun