Krúttlega Ísland Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun