Auðlindin okkar Oddný Harðardóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Stjórnarflokkarnir ætla að lækka veiðigjöldin og segja að smærri útgerðir ráði ekki við þau. Hærri veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári eru til komin vegna afar góðrar afkomu útgerðarfyrirtækjanna fyrir tveimur fiskveiðiárum. Það er vissulega galli að útreikningur veiðigjalda skuli miðast við tveggja ára gögn en það á ekki að koma útgerðarmönnum á óvart sem ekki sáu ástæðu til að kvarta undan of lágum veiðigjöldum fyrir tveimur árum. Formaður atvinnuveganefndar hefur sérstaklega kallað eftir því að þjóðin gefi enn afslátt af veiðigjöldunum vegna þess að sveitarfélögunum út um land standi af þeim ógn, því útgerðir gætu hætt vegna þeirra. Nú mætti spyrja þingmann Vg og formann atvinnuveganefndar hvort hún telji að HB Grandi hafi flutt sig frá Akranesi vegna þess að veiðigjöldin voru of há? Eða stendur sveitarfélögunum ekki frekar ógn af því að útgerðir selja kvóta dýru verði og fara? Og ef áhyggjurnar eru af smærri útgerðum, vill hún þá ekki breyta útreikningi á veiðigjöldum þannig að þau fari stighækkandi eftir stærð útgerða? Slíkt vinnur gegn samþjöppun og tekur tillit til sérstöðu smærri útgerða. Þjóðin á rétt á því að fá sanngjarnan arð af auðlind sinni og stjórnmálamenn eiga ekki að hlaupa til og lækka hlut þjóðarinnar um leið og útgerðin kvartar. Afar líklegt er að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár því þorskkvótinn hefur aldrei mælst stærri. Hann hefur nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár, farið úr 130 þúsund tonnum í 258 þúsund tonn og á síðustu þremur árum aukist um 40 þúsund tonn. Almenningur hlýtur að krefja stjórnvöld svara við því hvers vegna þau vilja frekar lækka veiðigjöldin og færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís, heldur en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til þjóðþrifamála. Framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verður til umræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í málefnanefnd um atvinnumál.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir ætla að lækka veiðigjöldin og segja að smærri útgerðir ráði ekki við þau. Hærri veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári eru til komin vegna afar góðrar afkomu útgerðarfyrirtækjanna fyrir tveimur fiskveiðiárum. Það er vissulega galli að útreikningur veiðigjalda skuli miðast við tveggja ára gögn en það á ekki að koma útgerðarmönnum á óvart sem ekki sáu ástæðu til að kvarta undan of lágum veiðigjöldum fyrir tveimur árum. Formaður atvinnuveganefndar hefur sérstaklega kallað eftir því að þjóðin gefi enn afslátt af veiðigjöldunum vegna þess að sveitarfélögunum út um land standi af þeim ógn, því útgerðir gætu hætt vegna þeirra. Nú mætti spyrja þingmann Vg og formann atvinnuveganefndar hvort hún telji að HB Grandi hafi flutt sig frá Akranesi vegna þess að veiðigjöldin voru of há? Eða stendur sveitarfélögunum ekki frekar ógn af því að útgerðir selja kvóta dýru verði og fara? Og ef áhyggjurnar eru af smærri útgerðum, vill hún þá ekki breyta útreikningi á veiðigjöldum þannig að þau fari stighækkandi eftir stærð útgerða? Slíkt vinnur gegn samþjöppun og tekur tillit til sérstöðu smærri útgerða. Þjóðin á rétt á því að fá sanngjarnan arð af auðlind sinni og stjórnmálamenn eiga ekki að hlaupa til og lækka hlut þjóðarinnar um leið og útgerðin kvartar. Afar líklegt er að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár því þorskkvótinn hefur aldrei mælst stærri. Hann hefur nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár, farið úr 130 þúsund tonnum í 258 þúsund tonn og á síðustu þremur árum aukist um 40 þúsund tonn. Almenningur hlýtur að krefja stjórnvöld svara við því hvers vegna þau vilja frekar lækka veiðigjöldin og færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís, heldur en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til þjóðþrifamála. Framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verður til umræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í málefnanefnd um atvinnumál.Höfundur er alþingismaður
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun