Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 28. ágúst 2018 12:00 Icelandair á meðal annars í harðri samkeppni við WOW air. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54