Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair lækkar flugið.
Icelandair lækkar flugið. VÍSIR/VILHELM
Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. Alls nam lækkunin rúmlega 20 prósentum þegar markaðir höfðu verið opnir í klukkustund. Ekki er þó um mikil viðskipti að ræða, en þau nema um 37 milljónum króna.

Greint var frá því í gær að Björgólfur Jóhannsson hafi sagt upp störfum sem forstjóri félagsins. Hann tók ákvörðunin eftir að Icelandair Group lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.

Ekki eru nema rúm 2 ár síðan að bréf í Icelandair voru metin á rúmlega 38 krónur á hlut. Hlutabréfverð í félaginu er nú 6,6 krónur.

Mikið er um lækkanir í Kauphöllinni þennan morguninn, þó engin sé jafn skörp og hjá Icelandair. Þannig hafa hlutabréf í Sjóvá lækkað um rúm 3 prósent og bréf í öðru tryggingafélagi, TM, hafa að sama skapi lækkað um tæplega 3 prósent.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.