Um hvað snúast kjarasamningar á komandi vetri? Guðríður Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2018 09:45 Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun