Krabbamein kemur öllum við 22. janúar 2018 07:00 Nú stendur yfir átak Krafts, stuðningsfélags, undir yfirskriftinni „Krabbamein kemur öllum við“. Um er að ræða vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Árlega greinast um 70 manns á aldrinum 18 – 40 ára með krabbamein hér á landi. Það eru vondu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar að á undanförnum 45 árum hefur þeim, sem lifa lengur en fimm ár eftir greiningu, fjölgað um 25%. Ástæðan er án efa fólgin í betri meðferð og fullkomnari lyfjum. En þótt líkurnar á því að læknast af krabbameini, eða lifa með ólæknandi krabbameini, hafi aukist til muna, er auðvitað enn mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með þennan sjúkdóm og það er ekki síður þungbært fyrir aðstandendur að takast á við aðstæður þegar ástvinir þeirra greinast. Það álag er ekki bara tilfinningalegt – heldur hefur það ekki síður áhrif á lífsgæði allrar fjölskyldunnar auk fjárhagslegra byrða. Þar kemur Kraftur, stuðningsfélag, til sögunnar; félag sem styður við bakið á bæði þeim krabbameinsgreinda og aðstandendum hans. Kraftur er lítið félag sem byggir afkomu sína á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og nýtur auk þess ómetanlegs stuðnings frá Krabbameinsfélagi Íslands. Undanfarin þrjú ár hefur félagsmönnum Krafts fjölgað ört og að sama skapi hefur umfang félagsins aukist. Æ fleiri leita því til félagsins, t.d. eftir sálfræðiþjónustu, jafningjastuðningi eða styrk úr Neyðarsjóðnum. Því aukna álagi hefði félagið ekki getað mætt nema vegna þess að almenningur leggst á sveif með Krafti við að perla armbönd sem seld eru til fjáröflunar svo hægt sé að standa straum af fjölþættri starfsemi félagsins. Flestir fjölmiðlar landsins hafa sameinast um að styðja við bakið á Krafti varðandi birtingar á efni átaksins og með umfjöllun um það á annan hátt. Fyrir það, stuðning fyrirtækja og almennings auk allrar vinnu sjálfboðaliðanna við að perla armböndin, er félagið óendanlega þakklátt. Kraftur mun hér eftir sem hingað til standa undir trausti þeirra sem styrkja félagið með því að fara vel með söfnunarfé í þágu félagsmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir átak Krafts, stuðningsfélags, undir yfirskriftinni „Krabbamein kemur öllum við“. Um er að ræða vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Árlega greinast um 70 manns á aldrinum 18 – 40 ára með krabbamein hér á landi. Það eru vondu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar að á undanförnum 45 árum hefur þeim, sem lifa lengur en fimm ár eftir greiningu, fjölgað um 25%. Ástæðan er án efa fólgin í betri meðferð og fullkomnari lyfjum. En þótt líkurnar á því að læknast af krabbameini, eða lifa með ólæknandi krabbameini, hafi aukist til muna, er auðvitað enn mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með þennan sjúkdóm og það er ekki síður þungbært fyrir aðstandendur að takast á við aðstæður þegar ástvinir þeirra greinast. Það álag er ekki bara tilfinningalegt – heldur hefur það ekki síður áhrif á lífsgæði allrar fjölskyldunnar auk fjárhagslegra byrða. Þar kemur Kraftur, stuðningsfélag, til sögunnar; félag sem styður við bakið á bæði þeim krabbameinsgreinda og aðstandendum hans. Kraftur er lítið félag sem byggir afkomu sína á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og nýtur auk þess ómetanlegs stuðnings frá Krabbameinsfélagi Íslands. Undanfarin þrjú ár hefur félagsmönnum Krafts fjölgað ört og að sama skapi hefur umfang félagsins aukist. Æ fleiri leita því til félagsins, t.d. eftir sálfræðiþjónustu, jafningjastuðningi eða styrk úr Neyðarsjóðnum. Því aukna álagi hefði félagið ekki getað mætt nema vegna þess að almenningur leggst á sveif með Krafti við að perla armbönd sem seld eru til fjáröflunar svo hægt sé að standa straum af fjölþættri starfsemi félagsins. Flestir fjölmiðlar landsins hafa sameinast um að styðja við bakið á Krafti varðandi birtingar á efni átaksins og með umfjöllun um það á annan hátt. Fyrir það, stuðning fyrirtækja og almennings auk allrar vinnu sjálfboðaliðanna við að perla armböndin, er félagið óendanlega þakklátt. Kraftur mun hér eftir sem hingað til standa undir trausti þeirra sem styrkja félagið með því að fara vel með söfnunarfé í þágu félagsmanna sinna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar