Markþjálfun fyrir betri árangur hjá fyrirtækjum Finnur G. Gunnþórsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar. Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best. Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar