400.000 kr. of mikið eða of lítið? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 9. janúar 2018 11:45 Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar