Brynjar Þór: Ætlum að sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 13:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. Mynd/S2Sport KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira