Gleðilegt stafrænt byltingarár! Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun