Ökuréttindi ekki mannréttindi Frosti Logason skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Íbúar höfuðborgarsvæðisins fengu í fangið vænan skammt af óblíðri náttúru norðurskautsins þegar þeir fóru á fætur einn morguninn í vikunni. Það hafði snjóað talsvert í upphafi þorrans og það kom okkur að sjálfsögðu verulega á óvart. Umferð úr nágrannasveitarfélögum sem alla jafna er nokkuð þung á álagstímum inn til Reykjavíkur gekk vægast sagt hörmulega. Þúsundir ökumanna sátu fastir í stíflunni og fengu þeir þar nægan tíma til að hugleiða landsins gagn og nauðsynjar. Eitt af því sem hvarflaði að mér er ég sat í bílaröðinni þennan dag var hvort það væri mögulegt að einhverjir þessara ökumanna væru ekki hæfir til vera með ökuréttindi. Í dag er það þannig að nánast hver sem er getur aflað sér slíkra réttinda. Sjálfur veit ég um nokkra sem náð hafa prófinu þrátt fyrir að vera langt fyrir neðan meðalgreind. Persónulega var ég afleitur námsmaður á sautjánda aldursári en náði samt bóklega prófinu í fyrstu tilraun. Það segir mér að eitthvað sé að kerfinu okkar. Síðan er það staðreynd að greindarvísitala fer ekki sjálfkrafa hækkandi eftir því sem við verðum eldri. Það er algengur og leiðinlegur misskilningur. Margt fólk sem af ýmsum ástæðum mætir aldrei neinum áskorunum í lífinu verður einungis heimskara með hverju ári sem líður og það sjáum við því miður allt í kringum okkur. Slíkir ökumenn verða hreinlega stórhættulegir í tækjum sem þeir ráða ekkert við þegar aðeins fer að frysta á helstu umferðaræðum borgarinnar. Borgarlína og sjálfkeyrandi bílar eru því hvorutveggja eitthvað sem við ættum öll að fagna. Við getum allavega sameinast um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins fengu í fangið vænan skammt af óblíðri náttúru norðurskautsins þegar þeir fóru á fætur einn morguninn í vikunni. Það hafði snjóað talsvert í upphafi þorrans og það kom okkur að sjálfsögðu verulega á óvart. Umferð úr nágrannasveitarfélögum sem alla jafna er nokkuð þung á álagstímum inn til Reykjavíkur gekk vægast sagt hörmulega. Þúsundir ökumanna sátu fastir í stíflunni og fengu þeir þar nægan tíma til að hugleiða landsins gagn og nauðsynjar. Eitt af því sem hvarflaði að mér er ég sat í bílaröðinni þennan dag var hvort það væri mögulegt að einhverjir þessara ökumanna væru ekki hæfir til vera með ökuréttindi. Í dag er það þannig að nánast hver sem er getur aflað sér slíkra réttinda. Sjálfur veit ég um nokkra sem náð hafa prófinu þrátt fyrir að vera langt fyrir neðan meðalgreind. Persónulega var ég afleitur námsmaður á sautjánda aldursári en náði samt bóklega prófinu í fyrstu tilraun. Það segir mér að eitthvað sé að kerfinu okkar. Síðan er það staðreynd að greindarvísitala fer ekki sjálfkrafa hækkandi eftir því sem við verðum eldri. Það er algengur og leiðinlegur misskilningur. Margt fólk sem af ýmsum ástæðum mætir aldrei neinum áskorunum í lífinu verður einungis heimskara með hverju ári sem líður og það sjáum við því miður allt í kringum okkur. Slíkir ökumenn verða hreinlega stórhættulegir í tækjum sem þeir ráða ekkert við þegar aðeins fer að frysta á helstu umferðaræðum borgarinnar. Borgarlína og sjálfkeyrandi bílar eru því hvorutveggja eitthvað sem við ættum öll að fagna. Við getum allavega sameinast um það.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar