Snorri Steinn: Fannst ég ekki umturna leiknum Einar Sigurvinsson skrifar 8. febrúar 2018 22:24 Snorri Steinn í leik á dögunum. vísir/anton „Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira