Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Jólin mín eru að enda. Flestir eru löngu búnir að taka niður allt skraut og þessi litlu ljós sem margir hafa ákveðið að skilja eftir til að lýsa okkur leið gegnum skammdegið heita nú vetrarljós en ekki jólaljós. En ég var í burtu um jólin svo ég ákvað að hafa jólin áfram eitthvað inn í janúar. Aðfangadegi eyddi ég í níu þúsund kílómetra fjarlægð, í tjaldspítala Rauða krossins í flóttamannabúðum í suðaustur Bangladess sem heita Kutupalong. Það er ekki staður sem margir kannast við – en þar býr í dag rúmlega hálf milljón manna, fólk sem áður bjó í Myanmar en flúði þaðan vegna ofbeldis. Ástæðurnar fyrir ofbeldinu eru sjálfsagt margvíslegar en aðalástæðan er sú að þetta fólk sem kallar sig Róhingja er ekki velkomið í Myanmar þó það hafi búið þar um aldir. Það aðhyllist aðra trú en meginþorri fólks í Myanmar og hefur aðra siði, stundum er það nóg til að fólk sé ekki velkomið í eigin landi. Þúsundir Róhingja hafa verið drepnir, konum nauðgað og heilu þorpin brennd til grunna til að flæma þetta fólk frá heimkynnum sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað þetta þjóðernishreinsanir. Rauði krossinn kallar þetta ekki neitt. Það er ekki okkar að dæma um það, við reynum bara að hjálpa öllum þeim sem eiga um sárt að binda hver svo sem ástæðan er. Þetta fólk þarf hjálp. Þarna er nú rúmlega hálf milljón manna sem hefur ekkert. Það er auðvelt að segja orðin – hálf milljón manns sem hefur ekkert – en það er erfitt að ímynda sér aðstæðurnar og erfitt að lýsa þeim. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður hefur í tæpan klukkutíma gengið gegnum hreysi búin til úr bambus og plastpokum þar sem tötraleg börn ráfa um og lyktin af úrgangi liggur yfir öllu. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður kemur upp á smá hæð í landslaginu og áttar sig þá á því að búðirnar ná eins langt og augað eygir í allar áttir. Þær eru endalausar og það bara þyrmir yfir mann. Verkefnið að hjálpa öllu þessu fólki virðist vera óyfirstíganlegt, nánast ómögulegt.Það er hægt að hjálpa En það er það ekki. Það þarf bara að finna peninga og starfsfólk til að grafa fyrsta brunninn niður á heilnæmt vatn, senda fyrsta vörubíllinn með mat, kaupa fyrstu skammtana af bóluefnum, koma upp heilsugæslu. Þetta verk er þegar byrjað. Ég fór til Bangladess um miðjan desember til að vinna í neyðartjaldspítala sem Rauði krossinn starfrækir í þessum búðum. Í einu tjaldinu er skurðstofa og þar var mín vinnustöð að mestu því ég er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Í öðrum tjöldum eru bráðamóttaka, fæðingardeild, rannsóknardeild, röntgendeild, einangrun og legudeildir. Það er auðvitað takmarkað hvað hægt er að gera af aðgerðum við svona aðstæður en á þessum mánuði sem ég vann þarna gerðum við um tvö hundruð aðgerðir. Aðgerðir sem ekki hefðu verið gerðar ef við værum ekki þarna. Þetta voru ýmiss konar bráðaaðgerðir til dæmis vegna ofbeldis, slysa, bruna og svo auðvitað fjölmargir keisaraskurðir – stundum til að bjarga barninu en stundum því miður til að bjarga móðurinni. Þetta er harður heimur, heimur sem flest okkar hér á Íslandi þekkjum ekki. Fyrir okkur er sjálfsagt að barn fæðist heilbrigt og að móður og barni heilsist vel eftir fæðingu en í flóttamannabúðunum í Kutupalong er ekkert sjálfsagt við það. Eins eru mislingar í okkar huga bara eitthvað úr fortíðinni og sumum finnst ekki taka því að bólusetja fyrir þeim lengur – en í Kutupalong geisar mislingafaraldur og börn koma dauðveik á spítalann okkar, fara beint inn í einangrunartjaldið og fá alla meðferð sem hægt er að bjóða upp á en engu að síður deyja mörg börn í þessu tjaldi. En mörgum er hægt að bjarga. Neyðin í Kutupalong er ólýsanleg, öll hjálp er vel þegin og það þarf ekki að fara til Bangladess til að hjálpa. Hver sem er getur hjálpað þessu fólki, líka þú. Það þarf nefnilega peninga til að reka svona flóttamannabúðir, kaupa vatn, mat, byggingarefni, bóluefni, sýklalyf og allt annað. Ef þú vilt hjálpa er hægt að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og þá fara 1900 krónur af símreikningnum þínum í þetta hjálparstarf. Eða fara inn á raudikrossinn.is til að fá meiri upplýsingar. Höfundur svæfinga- og gjörgæslulæknir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Jólin mín eru að enda. Flestir eru löngu búnir að taka niður allt skraut og þessi litlu ljós sem margir hafa ákveðið að skilja eftir til að lýsa okkur leið gegnum skammdegið heita nú vetrarljós en ekki jólaljós. En ég var í burtu um jólin svo ég ákvað að hafa jólin áfram eitthvað inn í janúar. Aðfangadegi eyddi ég í níu þúsund kílómetra fjarlægð, í tjaldspítala Rauða krossins í flóttamannabúðum í suðaustur Bangladess sem heita Kutupalong. Það er ekki staður sem margir kannast við – en þar býr í dag rúmlega hálf milljón manna, fólk sem áður bjó í Myanmar en flúði þaðan vegna ofbeldis. Ástæðurnar fyrir ofbeldinu eru sjálfsagt margvíslegar en aðalástæðan er sú að þetta fólk sem kallar sig Róhingja er ekki velkomið í Myanmar þó það hafi búið þar um aldir. Það aðhyllist aðra trú en meginþorri fólks í Myanmar og hefur aðra siði, stundum er það nóg til að fólk sé ekki velkomið í eigin landi. Þúsundir Róhingja hafa verið drepnir, konum nauðgað og heilu þorpin brennd til grunna til að flæma þetta fólk frá heimkynnum sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað þetta þjóðernishreinsanir. Rauði krossinn kallar þetta ekki neitt. Það er ekki okkar að dæma um það, við reynum bara að hjálpa öllum þeim sem eiga um sárt að binda hver svo sem ástæðan er. Þetta fólk þarf hjálp. Þarna er nú rúmlega hálf milljón manna sem hefur ekkert. Það er auðvelt að segja orðin – hálf milljón manns sem hefur ekkert – en það er erfitt að ímynda sér aðstæðurnar og erfitt að lýsa þeim. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður hefur í tæpan klukkutíma gengið gegnum hreysi búin til úr bambus og plastpokum þar sem tötraleg börn ráfa um og lyktin af úrgangi liggur yfir öllu. Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni þegar maður kemur upp á smá hæð í landslaginu og áttar sig þá á því að búðirnar ná eins langt og augað eygir í allar áttir. Þær eru endalausar og það bara þyrmir yfir mann. Verkefnið að hjálpa öllu þessu fólki virðist vera óyfirstíganlegt, nánast ómögulegt.Það er hægt að hjálpa En það er það ekki. Það þarf bara að finna peninga og starfsfólk til að grafa fyrsta brunninn niður á heilnæmt vatn, senda fyrsta vörubíllinn með mat, kaupa fyrstu skammtana af bóluefnum, koma upp heilsugæslu. Þetta verk er þegar byrjað. Ég fór til Bangladess um miðjan desember til að vinna í neyðartjaldspítala sem Rauði krossinn starfrækir í þessum búðum. Í einu tjaldinu er skurðstofa og þar var mín vinnustöð að mestu því ég er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Í öðrum tjöldum eru bráðamóttaka, fæðingardeild, rannsóknardeild, röntgendeild, einangrun og legudeildir. Það er auðvitað takmarkað hvað hægt er að gera af aðgerðum við svona aðstæður en á þessum mánuði sem ég vann þarna gerðum við um tvö hundruð aðgerðir. Aðgerðir sem ekki hefðu verið gerðar ef við værum ekki þarna. Þetta voru ýmiss konar bráðaaðgerðir til dæmis vegna ofbeldis, slysa, bruna og svo auðvitað fjölmargir keisaraskurðir – stundum til að bjarga barninu en stundum því miður til að bjarga móðurinni. Þetta er harður heimur, heimur sem flest okkar hér á Íslandi þekkjum ekki. Fyrir okkur er sjálfsagt að barn fæðist heilbrigt og að móður og barni heilsist vel eftir fæðingu en í flóttamannabúðunum í Kutupalong er ekkert sjálfsagt við það. Eins eru mislingar í okkar huga bara eitthvað úr fortíðinni og sumum finnst ekki taka því að bólusetja fyrir þeim lengur – en í Kutupalong geisar mislingafaraldur og börn koma dauðveik á spítalann okkar, fara beint inn í einangrunartjaldið og fá alla meðferð sem hægt er að bjóða upp á en engu að síður deyja mörg börn í þessu tjaldi. En mörgum er hægt að bjarga. Neyðin í Kutupalong er ólýsanleg, öll hjálp er vel þegin og það þarf ekki að fara til Bangladess til að hjálpa. Hver sem er getur hjálpað þessu fólki, líka þú. Það þarf nefnilega peninga til að reka svona flóttamannabúðir, kaupa vatn, mat, byggingarefni, bóluefni, sýklalyf og allt annað. Ef þú vilt hjálpa er hægt að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og þá fara 1900 krónur af símreikningnum þínum í þetta hjálparstarf. Eða fara inn á raudikrossinn.is til að fá meiri upplýsingar. Höfundur svæfinga- og gjörgæslulæknir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar