Krabbamein í blöðruhálskirtli Dr. Ásgeir R. Helgason skrifar 15. mars 2018 07:00 Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Árlega greinast um 200 karlar og er meðalaldur um 67 ár. Af þeim sem greinast eru tveir þriðju með staðbundið mein í blöðruhálskirtlinum. Mikill meirihluti þeirra sem greinast deyr ekki af völdum þessa staðbundna meins og um það bil 80% eru á lífi tíu árum eftir greiningu.Krabbameinsleit Sé fjölskyldusaga sterk um krabbamein í blöðruhálskirtli er mælt með að karlmenn láti fylgjast með blöðruhálskirtlinum allt frá fimmtugsaldri. Hvorki er þó mælt með eða á móti almennri skipulagðri leit. Karlmenn geta óskað eftir skimun en þá skiptir máli að þeir hafi fengið upplýsingar um kosti og galla hennar. Þeir sem meta kostina fleiri geta óskað eftir rannsókn. Við skimun hjá sérfræðingi er blöðruhálskirtillinn þreifaður og blóðsýni tekið sem mælir svokallað PSA-gildi. Hægt er að óska eftir slíkri blóðrannsókn á öllum heilsugæslustöðvum. Kostir og gallar PSA-prófa Læknum er skylt að upplýsa um kosti og galla PSA-prófa áður en þau eru tekin. Hátt PSA-gildi getur verið vísbending um æxli, en er þó langt frá því nægjanlegt fyrir greiningu. PSA-gildi getur mælst lágt og aðrir sjúkdómar en krabbamein geta orsakað hátt PSA-gildi. Þá er staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sjaldnast lífshættulegt en meðferð getur haft í för með sér margs konar aukaverkanir. Um þetta ber læknum að upplýsa, en sænskar rannsóknir sýna að mikill misbrestur sé á því. Val á meðferð Hafi krabbamein í blöðruhálskirtli dreift sér út fyrir kirtilinn, er það nær alltaf meðhöndlað. Læknum ber að upplýsa um hugsanlegar aukaverkanir geislunar og skurðaðgerðar. Rannsóknir sýna að árangur þessara tveggja meðferðaleiða er svipaður, en aukaverkanir ólíkar. Virkt eftirlit Sé krabbameinið staðbundið og góðkynja er ekki víst að róttæk meðferð sem miðar að því að útrýma meininu sé besta lausnin. Í sumum tilfellum er betra að fylgjast með þróun meinsins með reglulegu eftirliti, svokölluðu „virku eftirliti“. Ef meinið sýnir merki um að ágerast er læknandi meðferð boðin. Við fyrstu greiningu eru lífslíkur þeirra sem velja virkt eftirlit sambærilegar við lífslíkur þeirra sem velja skurðaðgerð eða geislameðferð. Lífsgæði eða lífslíkur Algengustu aukaverkanirnar geislunar eða skurðaðgerðar eru þvagleki, meltingarvandamál og ristruflanir. Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði. Ristruflanir hafa mikil áhrif á flesta sem eru kynferðislega virkir við greiningu. Rannsókn á slembiúrtaki 50-80 ára karla sýndi að 20% myndu aldrei fara í meðferð við staðbundnu krabbameini ef veruleg hætta væri á varanlegum áhrifum á kyngetu þeirra. Hins vegar myndu 40% karlanna alltaf kjósa slíka meðferð, óháð aukaverkunum, ef líkur væru á því að lækna krabbameinið og 40% vildu vita hvort lífslíkur þeirra myndu aukast um minnst áratug áður en þeir tækju afstöðu til meðferðar. Ráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein Í dag, fimmtudaginn 15. mars, heldur Krabbameinsfélagið örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Ráðstefnan er hluti af Mottumars, árlegu fræðslu- og fjáröflunarátaki félagsins. Meðal þess sem safnað er fyrir er þróun rafræns spurningaprófs um kosti og galla PSA-skimunarprófs. Sokkar eru seldir um allt land til styrktar átakinu og eru landsmenn hvattir til að kaupa sokka og klæðast þeim á Mottudaginn, föstudaginn 16. mars.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar