Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2018 11:06 Sigurbergur var í agabanni í gær. vísir/valli Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Sjá meira
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03