Afdrifaríkur vodkasopi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Ég er blessunarlega barnalegur. Ég trúi kannski ekki á jólasveina en ég gerði það eflaust hefði ég ekki lent í því að leika Stúf á jólaballskemmtun Grunnskólans á Bíldudal þegar ég var á áttunda ári. Ég trúi hins vegar á álfa og tröll, hverju orði í Íslendingasögunum, kemst við yfir bókum Astrid Lindgren, hef enn þá ekki bitið úr nálinni með upplausn Bítlanna, er ólæs á Excelskjöl og yfirvald fyrir mér eru bara karlar með bindi og, sem betur fer, í seinni tíð líka einstaka konur í kjólum. Ástæðan fyrir þessum barnaskap varð mér ljós þegar ég fór í bruggverksmiðju eina í Portúgal en þá var verið að lýsa fyrir mér hvernig hið þurrsæta púrtvín væri bruggað. Þrúgurnar eru nefnilega pressaðar og safinn geymdur í stórum tönkum en áður en gerjunin nær að afmá sæta bragðið úr miðinum er hún stöðvuð með því að hella brennivíni í tankinn. Þá rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn sá ég afa og Bjössa frænda káta heima hjá þeim fyrrnefnda að drekka kók. Hlógu þeir og höfðu uppi gamanmál þar til síminn hringdi allt í einu og ábúðarmikil rödd hinumegin línunnar kvað svo um að þeir feðgar yrðu að skjótast niður á höfn til einhverra erinda. Leitaði ég þá lags, fór í ísskápinn og fann hálfkláruð kókglösin. Fannst mér ég hafa himin höndum tekið þar sem gos lá ekki alltaf svona vel við sopa í þá daga. Teygaði ég að víkingasið en í munni mér fann ég ramman rússneskan keim, ættaðan úr eiturbrasverksmiðju í Síberíu. Fann ég strax hvernig gerjun mín snarhemlaði. Ég var átta ára, ljós á brún og brá, lék mér að stráum, elskaði Astrid Lindgren, Bítlana og Ipswich. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég er blessunarlega barnalegur. Ég trúi kannski ekki á jólasveina en ég gerði það eflaust hefði ég ekki lent í því að leika Stúf á jólaballskemmtun Grunnskólans á Bíldudal þegar ég var á áttunda ári. Ég trúi hins vegar á álfa og tröll, hverju orði í Íslendingasögunum, kemst við yfir bókum Astrid Lindgren, hef enn þá ekki bitið úr nálinni með upplausn Bítlanna, er ólæs á Excelskjöl og yfirvald fyrir mér eru bara karlar með bindi og, sem betur fer, í seinni tíð líka einstaka konur í kjólum. Ástæðan fyrir þessum barnaskap varð mér ljós þegar ég fór í bruggverksmiðju eina í Portúgal en þá var verið að lýsa fyrir mér hvernig hið þurrsæta púrtvín væri bruggað. Þrúgurnar eru nefnilega pressaðar og safinn geymdur í stórum tönkum en áður en gerjunin nær að afmá sæta bragðið úr miðinum er hún stöðvuð með því að hella brennivíni í tankinn. Þá rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn sá ég afa og Bjössa frænda káta heima hjá þeim fyrrnefnda að drekka kók. Hlógu þeir og höfðu uppi gamanmál þar til síminn hringdi allt í einu og ábúðarmikil rödd hinumegin línunnar kvað svo um að þeir feðgar yrðu að skjótast niður á höfn til einhverra erinda. Leitaði ég þá lags, fór í ísskápinn og fann hálfkláruð kókglösin. Fannst mér ég hafa himin höndum tekið þar sem gos lá ekki alltaf svona vel við sopa í þá daga. Teygaði ég að víkingasið en í munni mér fann ég ramman rússneskan keim, ættaðan úr eiturbrasverksmiðju í Síberíu. Fann ég strax hvernig gerjun mín snarhemlaði. Ég var átta ára, ljós á brún og brá, lék mér að stráum, elskaði Astrid Lindgren, Bítlana og Ipswich.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar