Nú fara hlutir að gerast hratt Áslaug Thelma Einarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Um allan heim eru sérfræðingar sammála um að við séum að nálgast þann stað í tækni- og samgöngusögunni að rafbílavæðingin komist á fullt skrið. Tímamótum sem líkt hefur verið við það þegar stafrænar myndavélar komu í stað filmuvéla. Sú breyting virtist hröð en hefur átt sér aðdraganda. Áratuginn áður höfðu stafrænar vélar og stuðningur við þær verið að þróast, fyrst hægt, og svo mjög hratt. Svo, eins og hendi væri veifað, hurfu filmuvélarnar. Rafbílavæðingin er á þeim stað að á næstu mánuðum og örfáum árum taka hlutirnir að gerast mjög hratt. Rafbílar hafa verið að koma á markað í rúman áratug og verða sífellt betri. Þá hafa innviðir til stuðnings þeim líka verið efldir. Orka náttúrunnar (ON) er leiðandi í uppsetningu á hraðhleðslu um allt land. Í kring um hátíðarnar voru opnaðar þrjár nýjar hraðhleðslur, á Egilsstöðum, í Hveragerði og í Freysnesi vestan við Jökulsárslón. Þannig opnaði ON 13 hraðhleðslur á síðasta ári og tvöfaldaði með því fjölda hraðhleðslna fyrirtækisins. Fyrir páska opnar ON svo stöðvar við Mývatn, Skjöldólfsstaði, á Stöðvarfirði og í Nesjahverfi við Höfn í Hornafirði. Og með þeirri opnun næst sá mikilvægi áfangi í innviðauppbyggingunni að hvergi verða meira en 100 kílómetrar á milli hraðhleðslna ON á hringveginum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður fyrir bílaumferð 1974, nema nú er hann opinn rafbílum. Að auki stendur til að þétta þjónustunet ON enn frekar og opna fyrir páska nýjar hraðhleðslustöðvar á stöðum á borð við Þorlákshöfn, Minni-Borg í Grímsnesi, í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fyrir sumarið 2018 verður fjöldi hraðhleðslustöðva ON því kominn upp í 33, sem er þreföldun á einu og hálfu ári. Tíminn til að skipta yfir á rafbíl er kominn og ekki bara fyrir áhugamenn og sérfræðinga, heldur alla sem bera virðingu fyrir náttúrunni og vilja vera sjálfbærir í sínum samgöngum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður bílaumferð 1974, nema nú er hann opnaður rafbílum.Höfundur starfar hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um allan heim eru sérfræðingar sammála um að við séum að nálgast þann stað í tækni- og samgöngusögunni að rafbílavæðingin komist á fullt skrið. Tímamótum sem líkt hefur verið við það þegar stafrænar myndavélar komu í stað filmuvéla. Sú breyting virtist hröð en hefur átt sér aðdraganda. Áratuginn áður höfðu stafrænar vélar og stuðningur við þær verið að þróast, fyrst hægt, og svo mjög hratt. Svo, eins og hendi væri veifað, hurfu filmuvélarnar. Rafbílavæðingin er á þeim stað að á næstu mánuðum og örfáum árum taka hlutirnir að gerast mjög hratt. Rafbílar hafa verið að koma á markað í rúman áratug og verða sífellt betri. Þá hafa innviðir til stuðnings þeim líka verið efldir. Orka náttúrunnar (ON) er leiðandi í uppsetningu á hraðhleðslu um allt land. Í kring um hátíðarnar voru opnaðar þrjár nýjar hraðhleðslur, á Egilsstöðum, í Hveragerði og í Freysnesi vestan við Jökulsárslón. Þannig opnaði ON 13 hraðhleðslur á síðasta ári og tvöfaldaði með því fjölda hraðhleðslna fyrirtækisins. Fyrir páska opnar ON svo stöðvar við Mývatn, Skjöldólfsstaði, á Stöðvarfirði og í Nesjahverfi við Höfn í Hornafirði. Og með þeirri opnun næst sá mikilvægi áfangi í innviðauppbyggingunni að hvergi verða meira en 100 kílómetrar á milli hraðhleðslna ON á hringveginum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður fyrir bílaumferð 1974, nema nú er hann opinn rafbílum. Að auki stendur til að þétta þjónustunet ON enn frekar og opna fyrir páska nýjar hraðhleðslustöðvar á stöðum á borð við Þorlákshöfn, Minni-Borg í Grímsnesi, í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fyrir sumarið 2018 verður fjöldi hraðhleðslustöðva ON því kominn upp í 33, sem er þreföldun á einu og hálfu ári. Tíminn til að skipta yfir á rafbíl er kominn og ekki bara fyrir áhugamenn og sérfræðinga, heldur alla sem bera virðingu fyrir náttúrunni og vilja vera sjálfbærir í sínum samgöngum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður bílaumferð 1974, nema nú er hann opnaður rafbílum.Höfundur starfar hjá Orku náttúrunnar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar