
Brotthvarf úr framhaldsskólum
Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð.
Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur.
Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum?
Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns.
Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla?
Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.
Höfundur er framhaldsskólakennari
Skoðun

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar