Brotthvarf úr framhaldsskólum Björn Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun