1.mars – Afmæli bjórsins og gæludýr í Strætó Guðmundur Heiðar Helgason skrifar 1. mars 2018 10:30 Árið 2015 flutti undirritaður til Englands ásamt kærustu sinni til þess að stunda nám. Í kringum stúdentagarðana okkar var hverfispöbb sem við kunnum vel við og fórum reglulega á. Fyrsta kvöldið á pöbbinum þá rákum við Íslendingarnir upp stór augu þegar við sáum tvo hunda ganga inn á staðinn ásamt eigendum sínum. Eigendurnir pöntuðu sér kaldan bjór og fengu sér sæti með hundana við hliðina á sér og enginn gerði athugasemd við það. „Hver í ósköpunum tekur hund með sér á bar?“ hugsaði ég. Hundar ættu að vera geymdir heima hjá sér eða í mesta lagi bundnir við staur fyrir utan pöbbinn! Ég lærði fljótlega að Englendingar voru mikil hundaþjóð. Í hvert skipti sem við fórum í göngu um hverfið eða nutum góða veðursins í almenningsgörðunum þá virtust hundar vera sýnilegir alls staðar. Viðvera hundanna á pöbbinum eða á kaffihúsum vandist hins vegar fljótt og maður hætti hreinlega að taka eftir þeim. Enginn var bitinn, það voru engin læti í dýrunum og enginn virtist kvarta yfir slæmu ofnæmi.Gæludýr í almenningssamgöngum? Í ljósi þess hve Englendingar eru hrifnir af hundum þá mætti búast við því að breskar almenningssamgöngur væru stútfullar af dýrum – raunin er hins vegar önnur. Undirritaður tók lest eða strætó í flest skipti sem ferðast var á milli staða. Yfir þetta ár sem ég bjó í Lundúnum þá varð ég þrisvar sinnum var við hund um borð í almenningsvögnum. Eitt skipti í strætisvagni og tvö skipti um borð í lest. Svipaða sögu er einnig að finna hjá öðrum þjóðum. Samkvæmt finnskri rannsókn sem framkvæmd var árið 2000 kom fram að af þeim 687,000 manns sem notuðu almenningssamgöngur í Helsinki daglega, þá voru einungis 0,13% farþega með gæludýr. Líkleg skýring á þessum litla fjölda er sú að stór hluti íbúa nota almenningssamgöngur til og frá vinnu eða skóla og dýrin eru skilin eftir heima. Töluvert líklegra er því að rekast á hund inn á pöbb heldur en í strætisvagni.Hvað með ofnæmi? Í umræðunni um gæludýr í Strætó hefur mikið borið á ótta við ofnæmi að völdum hunda eða katta. Farþegar með slæmt ofnæmi eru eðlilega smeykir fyrir því að deila vagninum með gæludýrum, en mun hættan á ofnæmisviðbrögðum aukast mikið þegar gæludýr verða leyfð í Strætó? Í fyrrnefndri finnskri rannsókn voru tekin sýni úr sætum lesta og strætisvagna í Helsinki og styrkur ofnæmisvaka mældur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hunda og katta ofnæmisvakar voru til staðar í lestum og strætisvögnum í Helsinki. Styrkur þeirra var hins vegar flokkaður sem lár- eða meðalhár og myndi aðeins kalla fram ofnæmiseinkenni hjá næmum einstaklingum. Styrkur ofnæmisvaka mældist líka minni þegar vagnar voru þrifnir í samanburði við þá vagna sem voru óþrifnir. Rannsakendur bentu einnig á að í ljósi þess hve fá dýr voru um borð í vögnunum í Helsinki og að stór hluti ofnæmisvaka kæmi úr fatnaði gæludýraeigenda, þá myndi bann við gæludýrum aðeins minnka styrk ofnæmisvaka lítillega. Umsögn frá Embætti Landlæknis er á svipuðum nótum: „..þau faglegu rök sem mæla á móti flutningi dýra í almenningssamgöngutækjum sé hætta á ofnæmisviðbrögðum meðal farþega, hræðsla einstaklinga við dýr og svo líkur á biti frá dýrum. Á hinn bóginn séu líkur á ofnæmisviðbrögðum einnig töluverðar af völdum eigenda dýra við samgang við viðkvæma einstaklinga þó dýrin séu ekki til staðar.“ Hvernig mun þetta ganga upp á Íslandi? Flestir farþegar sem nota Strætó til og frá vinnu munu ekki verða varir við dýr um borð þar sem þau verða bönnuð í Strætó á háannatímum. Tilraunaverkefni Strætó fylgir einnig fleiri strangar kröfur sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setur. Dýr skulu einungis vera í aftari hluta vagnanna. Gæludýr skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Heimilt verður að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er og þeir mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Vagnarnir skulu einnig vera þrifnir á hverju kvöldi. „Íslendingar kunna ekkert að ala upp dýr“. „Er þetta brýnasta málið í samgöngum?“ „Hvað með þá sem eru með ofnæmi?“ Þetta eru setningar sem hafa hljómað reglulega þegar rætt er um gæludýr í strætisvögnum. Þrátt fyrir að afnám bjórbannsins og gæludýr í almenningssamgöngum séu ótengd mál, með 29 ár sín á milli, þá má greina sambærilega orðræðu og tortryggni sem gjarnan fylgir breytingum og nýjungum. Við höfum nú þegar leyft gæludýr á veitingastöðum og kaffihúsum og að minni bestu vitund hefur það gengið áfallalaust fyrir sig. Allar líkur eru á að strætóferðir með gæludýrum muni einnig ganga áfallalaust fyrir sig og miðað við reynslu annarra þjóða þá ættu dýr að vera sjaldséðir ferðafélagar í Strætó. Þrátt fyrir tortryggni og hræðslu við lögleiðingu bjórsins á sínum tíma, þá hefur bjórmenningin á Íslandi hefur þróast ótrúlega yfir síðastliðin 29 ár. Mun breytingin 1.mars árið 2018 verða upphafið að breyttri gæludýramenningu? Tíminn mun leiða það í ljós. Gleðilegan bjór- og gæludýradag.Höfundur er upplýsingafulltrúi Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2015 flutti undirritaður til Englands ásamt kærustu sinni til þess að stunda nám. Í kringum stúdentagarðana okkar var hverfispöbb sem við kunnum vel við og fórum reglulega á. Fyrsta kvöldið á pöbbinum þá rákum við Íslendingarnir upp stór augu þegar við sáum tvo hunda ganga inn á staðinn ásamt eigendum sínum. Eigendurnir pöntuðu sér kaldan bjór og fengu sér sæti með hundana við hliðina á sér og enginn gerði athugasemd við það. „Hver í ósköpunum tekur hund með sér á bar?“ hugsaði ég. Hundar ættu að vera geymdir heima hjá sér eða í mesta lagi bundnir við staur fyrir utan pöbbinn! Ég lærði fljótlega að Englendingar voru mikil hundaþjóð. Í hvert skipti sem við fórum í göngu um hverfið eða nutum góða veðursins í almenningsgörðunum þá virtust hundar vera sýnilegir alls staðar. Viðvera hundanna á pöbbinum eða á kaffihúsum vandist hins vegar fljótt og maður hætti hreinlega að taka eftir þeim. Enginn var bitinn, það voru engin læti í dýrunum og enginn virtist kvarta yfir slæmu ofnæmi.Gæludýr í almenningssamgöngum? Í ljósi þess hve Englendingar eru hrifnir af hundum þá mætti búast við því að breskar almenningssamgöngur væru stútfullar af dýrum – raunin er hins vegar önnur. Undirritaður tók lest eða strætó í flest skipti sem ferðast var á milli staða. Yfir þetta ár sem ég bjó í Lundúnum þá varð ég þrisvar sinnum var við hund um borð í almenningsvögnum. Eitt skipti í strætisvagni og tvö skipti um borð í lest. Svipaða sögu er einnig að finna hjá öðrum þjóðum. Samkvæmt finnskri rannsókn sem framkvæmd var árið 2000 kom fram að af þeim 687,000 manns sem notuðu almenningssamgöngur í Helsinki daglega, þá voru einungis 0,13% farþega með gæludýr. Líkleg skýring á þessum litla fjölda er sú að stór hluti íbúa nota almenningssamgöngur til og frá vinnu eða skóla og dýrin eru skilin eftir heima. Töluvert líklegra er því að rekast á hund inn á pöbb heldur en í strætisvagni.Hvað með ofnæmi? Í umræðunni um gæludýr í Strætó hefur mikið borið á ótta við ofnæmi að völdum hunda eða katta. Farþegar með slæmt ofnæmi eru eðlilega smeykir fyrir því að deila vagninum með gæludýrum, en mun hættan á ofnæmisviðbrögðum aukast mikið þegar gæludýr verða leyfð í Strætó? Í fyrrnefndri finnskri rannsókn voru tekin sýni úr sætum lesta og strætisvagna í Helsinki og styrkur ofnæmisvaka mældur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hunda og katta ofnæmisvakar voru til staðar í lestum og strætisvögnum í Helsinki. Styrkur þeirra var hins vegar flokkaður sem lár- eða meðalhár og myndi aðeins kalla fram ofnæmiseinkenni hjá næmum einstaklingum. Styrkur ofnæmisvaka mældist líka minni þegar vagnar voru þrifnir í samanburði við þá vagna sem voru óþrifnir. Rannsakendur bentu einnig á að í ljósi þess hve fá dýr voru um borð í vögnunum í Helsinki og að stór hluti ofnæmisvaka kæmi úr fatnaði gæludýraeigenda, þá myndi bann við gæludýrum aðeins minnka styrk ofnæmisvaka lítillega. Umsögn frá Embætti Landlæknis er á svipuðum nótum: „..þau faglegu rök sem mæla á móti flutningi dýra í almenningssamgöngutækjum sé hætta á ofnæmisviðbrögðum meðal farþega, hræðsla einstaklinga við dýr og svo líkur á biti frá dýrum. Á hinn bóginn séu líkur á ofnæmisviðbrögðum einnig töluverðar af völdum eigenda dýra við samgang við viðkvæma einstaklinga þó dýrin séu ekki til staðar.“ Hvernig mun þetta ganga upp á Íslandi? Flestir farþegar sem nota Strætó til og frá vinnu munu ekki verða varir við dýr um borð þar sem þau verða bönnuð í Strætó á háannatímum. Tilraunaverkefni Strætó fylgir einnig fleiri strangar kröfur sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setur. Dýr skulu einungis vera í aftari hluta vagnanna. Gæludýr skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Heimilt verður að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er og þeir mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Vagnarnir skulu einnig vera þrifnir á hverju kvöldi. „Íslendingar kunna ekkert að ala upp dýr“. „Er þetta brýnasta málið í samgöngum?“ „Hvað með þá sem eru með ofnæmi?“ Þetta eru setningar sem hafa hljómað reglulega þegar rætt er um gæludýr í strætisvögnum. Þrátt fyrir að afnám bjórbannsins og gæludýr í almenningssamgöngum séu ótengd mál, með 29 ár sín á milli, þá má greina sambærilega orðræðu og tortryggni sem gjarnan fylgir breytingum og nýjungum. Við höfum nú þegar leyft gæludýr á veitingastöðum og kaffihúsum og að minni bestu vitund hefur það gengið áfallalaust fyrir sig. Allar líkur eru á að strætóferðir með gæludýrum muni einnig ganga áfallalaust fyrir sig og miðað við reynslu annarra þjóða þá ættu dýr að vera sjaldséðir ferðafélagar í Strætó. Þrátt fyrir tortryggni og hræðslu við lögleiðingu bjórsins á sínum tíma, þá hefur bjórmenningin á Íslandi hefur þróast ótrúlega yfir síðastliðin 29 ár. Mun breytingin 1.mars árið 2018 verða upphafið að breyttri gæludýramenningu? Tíminn mun leiða það í ljós. Gleðilegan bjór- og gæludýradag.Höfundur er upplýsingafulltrúi Strætó.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun